Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Birgir Olgeirsson skrifar 12. febrúar 2018 23:11 Guðbrandur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/GVA Rekstrarhagnaður leigufélagsins Heimavalla á árinu 2017 nam 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leigufélaginu sem býður upp á leiguíbúðir fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Í tilkynningunni segir að leigutekjur félagsins tvöfölduðust frá fyrra ári og námu rétt rúmlega þremur milljörðum króna árið 2017. Þar segir að félagið tók 330 nýjar íbúðir í notkun á árinu 2017 og voru íbúðir þess orðnar um tvö þúsund talsins í árslok. Er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að félagið verði við skráningu stærsta leigufélag landsins á almennum markaði með leiguíbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. „Ég er sáttur við rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu 2017. Félagið hefur vaxið hratt og tekið yfir stór og krefjandi leigusöfn sem hefur gengið vel að samþætta annarri starfsemi félagsins. Reksturinn styrktist verulega á síðasta ári sem sést best á því að mánaðarleg velta hækkaði úr 230 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 í 290 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins. Þessi veltuaukning skilaði sér í bættum rekstri og afkomu. Við teljum okkur í góðri stöðu fyrir fyrirhugaða skráningu félagsins í Kauphöll,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra leigufélagsins, í tilkynningu. Heimavellir munu taka í notkun 340 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári en hluti af þeim eru sagður sérhannaður fyrir eldri borgara. Annars vegar er um að ræða 58 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Boðaþing í Kópavogi, í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara á vegum Hrafnistu og Kópavogsbæjar. Hins vegar er um að ræða 18 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara við Jaðarleiti, á nýjum byggingarreit sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Þá hafa Heimavellir fjárfest í 164 íbúðum í nýju hverfi við Hlíðarenda en gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á árinu 2019. Einnig eru að koma til afhendingar 47 íbúðir við Einivelli í Hafnarfirði. Framhald verður á verkefni sem hófst í fyrra að breyta setustofum í fasteignum Heimavalla á Ásbrú í stúdíóíbúðir. Í fyrra var 51 íbúð standsett en gert er ráð fyrir að þetta verkefni muni skila félaginu 36 nýjum stúdíóíbúðum til viðbótar næsta sumar.Uppfært: Fyrirsögninni var breytt Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00 Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Rekstrarhagnaður leigufélagsins Heimavalla á árinu 2017 nam 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leigufélaginu sem býður upp á leiguíbúðir fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Í tilkynningunni segir að leigutekjur félagsins tvöfölduðust frá fyrra ári og námu rétt rúmlega þremur milljörðum króna árið 2017. Þar segir að félagið tók 330 nýjar íbúðir í notkun á árinu 2017 og voru íbúðir þess orðnar um tvö þúsund talsins í árslok. Er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að félagið verði við skráningu stærsta leigufélag landsins á almennum markaði með leiguíbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. „Ég er sáttur við rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu 2017. Félagið hefur vaxið hratt og tekið yfir stór og krefjandi leigusöfn sem hefur gengið vel að samþætta annarri starfsemi félagsins. Reksturinn styrktist verulega á síðasta ári sem sést best á því að mánaðarleg velta hækkaði úr 230 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 í 290 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins. Þessi veltuaukning skilaði sér í bættum rekstri og afkomu. Við teljum okkur í góðri stöðu fyrir fyrirhugaða skráningu félagsins í Kauphöll,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra leigufélagsins, í tilkynningu. Heimavellir munu taka í notkun 340 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári en hluti af þeim eru sagður sérhannaður fyrir eldri borgara. Annars vegar er um að ræða 58 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Boðaþing í Kópavogi, í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara á vegum Hrafnistu og Kópavogsbæjar. Hins vegar er um að ræða 18 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara við Jaðarleiti, á nýjum byggingarreit sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Þá hafa Heimavellir fjárfest í 164 íbúðum í nýju hverfi við Hlíðarenda en gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á árinu 2019. Einnig eru að koma til afhendingar 47 íbúðir við Einivelli í Hafnarfirði. Framhald verður á verkefni sem hófst í fyrra að breyta setustofum í fasteignum Heimavalla á Ásbrú í stúdíóíbúðir. Í fyrra var 51 íbúð standsett en gert er ráð fyrir að þetta verkefni muni skila félaginu 36 nýjum stúdíóíbúðum til viðbótar næsta sumar.Uppfært: Fyrirsögninni var breytt
Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00 Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00
Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00