Ástandið aldrei verið eldfimara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2018 08:15 Stríðið í Sýrlandi er langvarandi og hefur ástandið jafnvel aldrei verið verra. Visir/afp Aukinn hiti hefur færst í stríðið í Sýrlandi. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti í gær stríðandi fylkingar til stillingar. Þannig væri best að koma í veg fyrir að ástandið versni. „Versnandi ástand um allt Sýrland, meðal annars atburðir helgarinnar á landamærunum við Ísrael, veldur okkur miklum áhyggjum. Þetta gæti haft hörmulegar afleiðingar,“ sagði talsmaðurinn og biðlaði til stríðandi fylkinga um að forðast aðgerðir sem gætu framlengt þjáningar sýrlenskra borgara. Talsmaðurinn vísaði þar til átaka á milli Ísraela og Írana sem kviknuðu er Ísraelar skutu niður íranskan dróna í lofthelgi þeirra. Í kjölfarið grandaði íranska loftvarnakerfið ísraelskri flugvél. Þá gerðu Ísraelar mikla loftárás á írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi, 122 talsins. Sagði ísraelski herinn að tekist hefði að eyðileggja um helming loftvarnakerfis sýrlenska stjórnarhersins. Sex fórust. Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska hersins, sagði við CNN í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að íranski dróninn væri byggður á bandarískri fyrirmynd sem Íranar hefðu komið höndum yfir fyrir sex árum. Því hafnaði Bahram Qassemi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, og sagði ummælin „of fáránleg til að vera svaraverð“.Erdogan firrar sig ábyrgð Um 700 kílómetrum norðar er bærinn Manbij, nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar geisa önnur átök. Tyrkneski herinn vill taka bæinn af hersveitum sýrlenskra Kúrda (YPG). Bandaríkjamenn styðja Kúrdana hins vegar og eru bandarískir hermenn staðsettir í Manbij. Viðræður í síðustu viku skiluðu litlu. Þá á eftir að koma í ljós hvort sömu sögu verði að segja um heimsókn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Tyrklands í þessari viku. „Þetta er það sem við höfum að segja við bandamenn okkar. Ekki stilla ykkur upp á milli okkar og hryðjuverkasamtaka. Þá verða afleiðingarnar ekki á okkar ábyrgð,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrkjaforseti í janúar. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hins vegar ekki hafa áforma að kalla hermenn frá Manbij. Í síðustu viku heimsóttu tveir bandarískir hershöfðingjar bæinn. Þykir það sýna að yfirvöld ætli að standa við orð sín. „Við munum ræða þetta mál þegar Tillerson kemur. Bandalag okkar er á viðkvæmum stað. Annaðhvort bætum við úr því eða það fjarar út,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir vopnahléi 6. febrúar hefur ástandið í Sýrlandi versnað. Þessu mati lýsti Ali al-Za'tari, erindreki SÞ í Sýrlandi, í gær. Einhverjar verstu orrustur frá því stríðið hófst geisuðu nú. „Fregnir hafa borist af hundruðum dauðsfalla almennra borgara, miklum fjölda á vergangi og eyðileggingu innviða á borð við sjúkrahús.“ Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Aukinn hiti hefur færst í stríðið í Sýrlandi. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti í gær stríðandi fylkingar til stillingar. Þannig væri best að koma í veg fyrir að ástandið versni. „Versnandi ástand um allt Sýrland, meðal annars atburðir helgarinnar á landamærunum við Ísrael, veldur okkur miklum áhyggjum. Þetta gæti haft hörmulegar afleiðingar,“ sagði talsmaðurinn og biðlaði til stríðandi fylkinga um að forðast aðgerðir sem gætu framlengt þjáningar sýrlenskra borgara. Talsmaðurinn vísaði þar til átaka á milli Ísraela og Írana sem kviknuðu er Ísraelar skutu niður íranskan dróna í lofthelgi þeirra. Í kjölfarið grandaði íranska loftvarnakerfið ísraelskri flugvél. Þá gerðu Ísraelar mikla loftárás á írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi, 122 talsins. Sagði ísraelski herinn að tekist hefði að eyðileggja um helming loftvarnakerfis sýrlenska stjórnarhersins. Sex fórust. Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska hersins, sagði við CNN í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að íranski dróninn væri byggður á bandarískri fyrirmynd sem Íranar hefðu komið höndum yfir fyrir sex árum. Því hafnaði Bahram Qassemi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, og sagði ummælin „of fáránleg til að vera svaraverð“.Erdogan firrar sig ábyrgð Um 700 kílómetrum norðar er bærinn Manbij, nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar geisa önnur átök. Tyrkneski herinn vill taka bæinn af hersveitum sýrlenskra Kúrda (YPG). Bandaríkjamenn styðja Kúrdana hins vegar og eru bandarískir hermenn staðsettir í Manbij. Viðræður í síðustu viku skiluðu litlu. Þá á eftir að koma í ljós hvort sömu sögu verði að segja um heimsókn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Tyrklands í þessari viku. „Þetta er það sem við höfum að segja við bandamenn okkar. Ekki stilla ykkur upp á milli okkar og hryðjuverkasamtaka. Þá verða afleiðingarnar ekki á okkar ábyrgð,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrkjaforseti í janúar. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hins vegar ekki hafa áforma að kalla hermenn frá Manbij. Í síðustu viku heimsóttu tveir bandarískir hershöfðingjar bæinn. Þykir það sýna að yfirvöld ætli að standa við orð sín. „Við munum ræða þetta mál þegar Tillerson kemur. Bandalag okkar er á viðkvæmum stað. Annaðhvort bætum við úr því eða það fjarar út,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir vopnahléi 6. febrúar hefur ástandið í Sýrlandi versnað. Þessu mati lýsti Ali al-Za'tari, erindreki SÞ í Sýrlandi, í gær. Einhverjar verstu orrustur frá því stríðið hófst geisuðu nú. „Fregnir hafa borist af hundruðum dauðsfalla almennra borgara, miklum fjölda á vergangi og eyðileggingu innviða á borð við sjúkrahús.“
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45
Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55