Endaði næstum því á brjóstunum í beinni á ÓL þegar búningurinn hennar bilaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 10:30 Yura Min var næstum því komin úr að ofan eins og sést hér. Vísir/EPA Suður-Kóresku listdanskonunni Yuru Min tókst á einhvern hátt að bjarga sér frá einu vandræðalegasta mómenti í sögu Ólympíuleikanna um helgina. Hún hafði síðan mikinn húmor fyrir öllu saman eftir keppnina. Yura Min fékk meiri athygli á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang en árangurinn gaf tilefni til. Wardrobe malfunction threatens Novi ice dancer's Winter Olympics debut https://t.co/v1D2k9CCq7#Olympics@Olympics — Freep Sports (@freepsports) February 11, 2018 Yura Min var að keppa í ísdansi para á leikunum og skautaði með Alexander Gamelin. Strax í upphafi dansins gerðist það sem er líklega ein af martröðum skautadansara eða annarra sem koma fram. Búningurinn gaf sig. Martröðin að standa allt í einu nakin frammi fyrir fjölda áhorfenda var næstum því orðin að veruleika hjá Yuru Min. „Eftir aðeins fimm sekúndur af dansinum þá losnaði krækjan,“ sagði Yura Min í viðtali við Detroit Free Press. Þetta var ekki hvaða krækja sem er heldur sú sem hélt efri hluta keppniskjólsins saman. „Ég hugsaði: Ó nei,“ sagði Yura Min og bætti við: „Ef hún losnar þá gæti toppurinn dottið af. Ég var skelfingu lostin það sem eftir lifði dansins,“ sagði Yura Min. Hún hætti samt ekki heldur hélt dansinum áfram eins og og ekkert hefði gerst. Eða næstum því ekkert. „Ég hætti ekki því þá hefði ég fengið mínus. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta og laga þetta og eiga á hættu að fá mínus eða halda bara áfram,“ sagði Yura Min. „Þetta voru fyrstu Ólympíuleikarnir mínir og okkar fyrsti dans. Það hefði verið skelfilegt hefði toppurinn dottið af mér. Ég var skelfingu lostin allan tímann,“ sagði Min. Dansfélagi hennar tók eftir þessu um miðjan dansinn. Einu sinni þurfti hún að laga búninginn og hann er sannfærður um að þau hafi fengið mikinn mínus fyrir það. Þau enduðu í það minnsta í níunda sæti af tíu keppendum. Yura Min hafði mikinn húmor fyrir öllu saman eins og sést á þessu myndbandi sem hún setti inn á Twitter-reikninginn sinn.Oopsie pic.twitter.com/KP2QlTisCW — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018 Yura Min þakkaði líka áhorfendunum fyrir stuðninginn með stuttum pistil á Twitter. Þetta verður ekki lífsreynsla sem hún gleymir í bráð.Despite the wardrobe malfunction, I had an amazing time competing in my home country! I promise to sew myself in for the individual event. I would like to thank the audience for keeping us going until the end. Couldn't have done it without you guys #gratefulpic.twitter.com/B8UuRNgRMu — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira
Suður-Kóresku listdanskonunni Yuru Min tókst á einhvern hátt að bjarga sér frá einu vandræðalegasta mómenti í sögu Ólympíuleikanna um helgina. Hún hafði síðan mikinn húmor fyrir öllu saman eftir keppnina. Yura Min fékk meiri athygli á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang en árangurinn gaf tilefni til. Wardrobe malfunction threatens Novi ice dancer's Winter Olympics debut https://t.co/v1D2k9CCq7#Olympics@Olympics — Freep Sports (@freepsports) February 11, 2018 Yura Min var að keppa í ísdansi para á leikunum og skautaði með Alexander Gamelin. Strax í upphafi dansins gerðist það sem er líklega ein af martröðum skautadansara eða annarra sem koma fram. Búningurinn gaf sig. Martröðin að standa allt í einu nakin frammi fyrir fjölda áhorfenda var næstum því orðin að veruleika hjá Yuru Min. „Eftir aðeins fimm sekúndur af dansinum þá losnaði krækjan,“ sagði Yura Min í viðtali við Detroit Free Press. Þetta var ekki hvaða krækja sem er heldur sú sem hélt efri hluta keppniskjólsins saman. „Ég hugsaði: Ó nei,“ sagði Yura Min og bætti við: „Ef hún losnar þá gæti toppurinn dottið af. Ég var skelfingu lostin það sem eftir lifði dansins,“ sagði Yura Min. Hún hætti samt ekki heldur hélt dansinum áfram eins og og ekkert hefði gerst. Eða næstum því ekkert. „Ég hætti ekki því þá hefði ég fengið mínus. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta og laga þetta og eiga á hættu að fá mínus eða halda bara áfram,“ sagði Yura Min. „Þetta voru fyrstu Ólympíuleikarnir mínir og okkar fyrsti dans. Það hefði verið skelfilegt hefði toppurinn dottið af mér. Ég var skelfingu lostin allan tímann,“ sagði Min. Dansfélagi hennar tók eftir þessu um miðjan dansinn. Einu sinni þurfti hún að laga búninginn og hann er sannfærður um að þau hafi fengið mikinn mínus fyrir það. Þau enduðu í það minnsta í níunda sæti af tíu keppendum. Yura Min hafði mikinn húmor fyrir öllu saman eins og sést á þessu myndbandi sem hún setti inn á Twitter-reikninginn sinn.Oopsie pic.twitter.com/KP2QlTisCW — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018 Yura Min þakkaði líka áhorfendunum fyrir stuðninginn með stuttum pistil á Twitter. Þetta verður ekki lífsreynsla sem hún gleymir í bráð.Despite the wardrobe malfunction, I had an amazing time competing in my home country! I promise to sew myself in for the individual event. I would like to thank the audience for keeping us going until the end. Couldn't have done it without you guys #gratefulpic.twitter.com/B8UuRNgRMu — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira