Endaði næstum því á brjóstunum í beinni á ÓL þegar búningurinn hennar bilaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 10:30 Yura Min var næstum því komin úr að ofan eins og sést hér. Vísir/EPA Suður-Kóresku listdanskonunni Yuru Min tókst á einhvern hátt að bjarga sér frá einu vandræðalegasta mómenti í sögu Ólympíuleikanna um helgina. Hún hafði síðan mikinn húmor fyrir öllu saman eftir keppnina. Yura Min fékk meiri athygli á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang en árangurinn gaf tilefni til. Wardrobe malfunction threatens Novi ice dancer's Winter Olympics debut https://t.co/v1D2k9CCq7#Olympics@Olympics — Freep Sports (@freepsports) February 11, 2018 Yura Min var að keppa í ísdansi para á leikunum og skautaði með Alexander Gamelin. Strax í upphafi dansins gerðist það sem er líklega ein af martröðum skautadansara eða annarra sem koma fram. Búningurinn gaf sig. Martröðin að standa allt í einu nakin frammi fyrir fjölda áhorfenda var næstum því orðin að veruleika hjá Yuru Min. „Eftir aðeins fimm sekúndur af dansinum þá losnaði krækjan,“ sagði Yura Min í viðtali við Detroit Free Press. Þetta var ekki hvaða krækja sem er heldur sú sem hélt efri hluta keppniskjólsins saman. „Ég hugsaði: Ó nei,“ sagði Yura Min og bætti við: „Ef hún losnar þá gæti toppurinn dottið af. Ég var skelfingu lostin það sem eftir lifði dansins,“ sagði Yura Min. Hún hætti samt ekki heldur hélt dansinum áfram eins og og ekkert hefði gerst. Eða næstum því ekkert. „Ég hætti ekki því þá hefði ég fengið mínus. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta og laga þetta og eiga á hættu að fá mínus eða halda bara áfram,“ sagði Yura Min. „Þetta voru fyrstu Ólympíuleikarnir mínir og okkar fyrsti dans. Það hefði verið skelfilegt hefði toppurinn dottið af mér. Ég var skelfingu lostin allan tímann,“ sagði Min. Dansfélagi hennar tók eftir þessu um miðjan dansinn. Einu sinni þurfti hún að laga búninginn og hann er sannfærður um að þau hafi fengið mikinn mínus fyrir það. Þau enduðu í það minnsta í níunda sæti af tíu keppendum. Yura Min hafði mikinn húmor fyrir öllu saman eins og sést á þessu myndbandi sem hún setti inn á Twitter-reikninginn sinn.Oopsie pic.twitter.com/KP2QlTisCW — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018 Yura Min þakkaði líka áhorfendunum fyrir stuðninginn með stuttum pistil á Twitter. Þetta verður ekki lífsreynsla sem hún gleymir í bráð.Despite the wardrobe malfunction, I had an amazing time competing in my home country! I promise to sew myself in for the individual event. I would like to thank the audience for keeping us going until the end. Couldn't have done it without you guys #gratefulpic.twitter.com/B8UuRNgRMu — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sjá meira
Suður-Kóresku listdanskonunni Yuru Min tókst á einhvern hátt að bjarga sér frá einu vandræðalegasta mómenti í sögu Ólympíuleikanna um helgina. Hún hafði síðan mikinn húmor fyrir öllu saman eftir keppnina. Yura Min fékk meiri athygli á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang en árangurinn gaf tilefni til. Wardrobe malfunction threatens Novi ice dancer's Winter Olympics debut https://t.co/v1D2k9CCq7#Olympics@Olympics — Freep Sports (@freepsports) February 11, 2018 Yura Min var að keppa í ísdansi para á leikunum og skautaði með Alexander Gamelin. Strax í upphafi dansins gerðist það sem er líklega ein af martröðum skautadansara eða annarra sem koma fram. Búningurinn gaf sig. Martröðin að standa allt í einu nakin frammi fyrir fjölda áhorfenda var næstum því orðin að veruleika hjá Yuru Min. „Eftir aðeins fimm sekúndur af dansinum þá losnaði krækjan,“ sagði Yura Min í viðtali við Detroit Free Press. Þetta var ekki hvaða krækja sem er heldur sú sem hélt efri hluta keppniskjólsins saman. „Ég hugsaði: Ó nei,“ sagði Yura Min og bætti við: „Ef hún losnar þá gæti toppurinn dottið af. Ég var skelfingu lostin það sem eftir lifði dansins,“ sagði Yura Min. Hún hætti samt ekki heldur hélt dansinum áfram eins og og ekkert hefði gerst. Eða næstum því ekkert. „Ég hætti ekki því þá hefði ég fengið mínus. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta og laga þetta og eiga á hættu að fá mínus eða halda bara áfram,“ sagði Yura Min. „Þetta voru fyrstu Ólympíuleikarnir mínir og okkar fyrsti dans. Það hefði verið skelfilegt hefði toppurinn dottið af mér. Ég var skelfingu lostin allan tímann,“ sagði Min. Dansfélagi hennar tók eftir þessu um miðjan dansinn. Einu sinni þurfti hún að laga búninginn og hann er sannfærður um að þau hafi fengið mikinn mínus fyrir það. Þau enduðu í það minnsta í níunda sæti af tíu keppendum. Yura Min hafði mikinn húmor fyrir öllu saman eins og sést á þessu myndbandi sem hún setti inn á Twitter-reikninginn sinn.Oopsie pic.twitter.com/KP2QlTisCW — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018 Yura Min þakkaði líka áhorfendunum fyrir stuðninginn með stuttum pistil á Twitter. Þetta verður ekki lífsreynsla sem hún gleymir í bráð.Despite the wardrobe malfunction, I had an amazing time competing in my home country! I promise to sew myself in for the individual event. I would like to thank the audience for keeping us going until the end. Couldn't have done it without you guys #gratefulpic.twitter.com/B8UuRNgRMu — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sjá meira