Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2018 12:07 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélags Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar. Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar.
Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels