Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 21:06 Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent