Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 18:29 Frá störfum björgunarsveitarmanna á Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila. Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila.
Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39