Húseigendur á móti íbúðum í Skeifunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Megingönguás um Skeifuna á að liggja milli húsa númer 5 og 7 og ná út að Suðurlandsbraut þar sem biðstöð Borgarlínu verður. Kanon Arkitektar „Veigamikil grundvallaratriði í tillögunni eru algerlega órökstudd og forsendur ekki ljósar,“ segja eigendur yfir helmings húsnæðis í Skeifunni í sameiginlegu bréfi vegna tillagna um breytingar á skipulagi hverfisins. Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi sem Kanon Arkitektar hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg á að rísa á grunni núverandi byggðar í Skeifunni „virkur miðkjarni í borginni, blönduð borgarbyggð með sjálfbærni að leiðarljósi“, eins og segir um meginmarkmiðin. Í stað dreifðrar byggðar verði „til fjölbreytt, hagkvæm og sveigjanleg byggð, þróuð og unnin í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu“. Þá segir að hugmyndin sé „að Skeifan þróist hægum, öruggum skrefum í átt að heildstæðu borgarhverfi, samblandi íbúða, atvinnu og þjónustu“ sem verði í góðum tengslum við nærliggjandi hverfi. „Ásýnd Skeifunnar og starfsemi mun smám saman verða fjölbreyttari og höfða betur til borgarbúa.“ Fyrrnefndir fasteignaeigendur segja að í gagnrýni þeirra vegi þyngst að ekki sé með neinum hætti farið yfir skipulagsforsendurnar með hliðsjón af efnahagslegum forsendum þess umbreytingarferlis sem Reykjavíkurborg sjái fyrir sér að þarna verði.Umræða hófst um framtíðarskipulag Skeifunnar eftir stórbruna sem þar varð að kvöldi dags 6. júlí árið 2014.Vísir/vilhelm„Það er mikið hagsmunamál fyrir eigendur og rekstraraðila að slík þróun verði ekki tilviljanakennd enda getur ómarkvisst skipulag og uppbygging eyðilagt svæðið í nútíð og framtíð og þau verðmæti og rekstur sem þar er í dag,“ segja húseigendurnir. „Af þessum sökum er mjög erfitt að leggja mat á hvort tillagan sé raunhæf og hvaða áhrif hún hefur til lengri og skemmri tíma.“ Húseigendurnir varpa fram nokkrum spurningum sem þeir segja dæmi um mikilvæg atriði sem svara þurfi. Benda þeir meðal annars á sérstöðu Skeifunnar sem 20 hektara svæðis sem afmarkað sé af mjög fjölförnum umferðargötum og steinsnar frá skurðpunkti meginarma höfuðborgarsvæðisins. „Hvers vegna ætti ekki að nýta þessa sérstöðu og leggja áherslu á aðgengilega verslun og þjónustu sem skírskotar til höfuðborgarsvæðisins alls, auk mögulega skrifstofurýmis?“ spyrja eigendur í Skeifunni sem undirstrika þó að þeir séu ekki andsnúnir nýju skipulagi. Það þurfi hins vegar að „byggja á ítarlegri skoðun á eðli núverandi starfsemi og rekstrar á svæðinu og þeim hagrænu þáttum sem munu, óháð skipulagslegri sýn, hafa áhrif á uppbyggingu og rekstur“. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Veigamikil grundvallaratriði í tillögunni eru algerlega órökstudd og forsendur ekki ljósar,“ segja eigendur yfir helmings húsnæðis í Skeifunni í sameiginlegu bréfi vegna tillagna um breytingar á skipulagi hverfisins. Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi sem Kanon Arkitektar hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg á að rísa á grunni núverandi byggðar í Skeifunni „virkur miðkjarni í borginni, blönduð borgarbyggð með sjálfbærni að leiðarljósi“, eins og segir um meginmarkmiðin. Í stað dreifðrar byggðar verði „til fjölbreytt, hagkvæm og sveigjanleg byggð, þróuð og unnin í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu“. Þá segir að hugmyndin sé „að Skeifan þróist hægum, öruggum skrefum í átt að heildstæðu borgarhverfi, samblandi íbúða, atvinnu og þjónustu“ sem verði í góðum tengslum við nærliggjandi hverfi. „Ásýnd Skeifunnar og starfsemi mun smám saman verða fjölbreyttari og höfða betur til borgarbúa.“ Fyrrnefndir fasteignaeigendur segja að í gagnrýni þeirra vegi þyngst að ekki sé með neinum hætti farið yfir skipulagsforsendurnar með hliðsjón af efnahagslegum forsendum þess umbreytingarferlis sem Reykjavíkurborg sjái fyrir sér að þarna verði.Umræða hófst um framtíðarskipulag Skeifunnar eftir stórbruna sem þar varð að kvöldi dags 6. júlí árið 2014.Vísir/vilhelm„Það er mikið hagsmunamál fyrir eigendur og rekstraraðila að slík þróun verði ekki tilviljanakennd enda getur ómarkvisst skipulag og uppbygging eyðilagt svæðið í nútíð og framtíð og þau verðmæti og rekstur sem þar er í dag,“ segja húseigendurnir. „Af þessum sökum er mjög erfitt að leggja mat á hvort tillagan sé raunhæf og hvaða áhrif hún hefur til lengri og skemmri tíma.“ Húseigendurnir varpa fram nokkrum spurningum sem þeir segja dæmi um mikilvæg atriði sem svara þurfi. Benda þeir meðal annars á sérstöðu Skeifunnar sem 20 hektara svæðis sem afmarkað sé af mjög fjölförnum umferðargötum og steinsnar frá skurðpunkti meginarma höfuðborgarsvæðisins. „Hvers vegna ætti ekki að nýta þessa sérstöðu og leggja áherslu á aðgengilega verslun og þjónustu sem skírskotar til höfuðborgarsvæðisins alls, auk mögulega skrifstofurýmis?“ spyrja eigendur í Skeifunni sem undirstrika þó að þeir séu ekki andsnúnir nýju skipulagi. Það þurfi hins vegar að „byggja á ítarlegri skoðun á eðli núverandi starfsemi og rekstrar á svæðinu og þeim hagrænu þáttum sem munu, óháð skipulagslegri sýn, hafa áhrif á uppbyggingu og rekstur“.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira