Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Jens Garðar Helgason, formaður SFS Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. Mikill halli hefur safnast upp á undanförnum árum og er fjárveitingu aðildarfélaganna ætlað að greiða hann niður og skjóta þannig styrkari stoðum undir reksturinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins var rekstrarhalli samtakanna, sem eru heildarsamtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, vel á annað hundrað milljónir króna á árinu 2016. Hins vegar er útlit fyrir að umtalsverður bati hafi orðið í rekstrinum á síðasta ári og að samtökin hafi þá skilað hagnaði eftir nokkurra ára samfelldan taprekstur. Ársreikningur samtakanna fyrir árið 2017 verður lagður fram á aðalfundi samtakanna í vor.Mikill halli hefur verið á rekstri samtakanna síðustu ár. Fréttablaðið/VilhelmÞrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, HB Grandi, Samherji og Síldarvinnslan, lögðu samtökunum til hvað mest fé, að því er heimildir Markaðarins herma. Samtökin fá í kringum 300 milljónir króna á ári í félagsgjöld frá aðildarfélögum. Samtökin og forverar þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva, hafa frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 þurft að reiða sig í meira mæli en áður á félagsgjöld. Fyrir fjármálaáfallið áttu forverar samtakanna umtalsvert af verðbréfaeignum sem skiluðu að jafnaði góðri ávöxtun. Það breyttist á árunum eftir hrun, að sögn kunnugra, og liggja samtökin ekki lengur á eins digrum sjóðum. Miklar breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi samtakanna síðustu ár og hafa þær átt sinn þátt í útgjaldaaukningunni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Kolbeinn Árnason, sem leiddi sameiningu samtakanna haustið 2014, var fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hann lét af störfum í apríl 2016 og tók í kjölfarið sæti í stjórn LBI, gamla Landsbankans. Heiðrún Lind Marteinsdóttir tók við starfinu af Kolbeini og hefur gegnt því síðan. Á síðasta ári voru átta manns ráðnir til samtakanna en alls eru starfsmenn þeirra nú sextán talsins. Ekki náðist í Jens Garðar Helgason, formann samtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. Mikill halli hefur safnast upp á undanförnum árum og er fjárveitingu aðildarfélaganna ætlað að greiða hann niður og skjóta þannig styrkari stoðum undir reksturinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins var rekstrarhalli samtakanna, sem eru heildarsamtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, vel á annað hundrað milljónir króna á árinu 2016. Hins vegar er útlit fyrir að umtalsverður bati hafi orðið í rekstrinum á síðasta ári og að samtökin hafi þá skilað hagnaði eftir nokkurra ára samfelldan taprekstur. Ársreikningur samtakanna fyrir árið 2017 verður lagður fram á aðalfundi samtakanna í vor.Mikill halli hefur verið á rekstri samtakanna síðustu ár. Fréttablaðið/VilhelmÞrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, HB Grandi, Samherji og Síldarvinnslan, lögðu samtökunum til hvað mest fé, að því er heimildir Markaðarins herma. Samtökin fá í kringum 300 milljónir króna á ári í félagsgjöld frá aðildarfélögum. Samtökin og forverar þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva, hafa frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 þurft að reiða sig í meira mæli en áður á félagsgjöld. Fyrir fjármálaáfallið áttu forverar samtakanna umtalsvert af verðbréfaeignum sem skiluðu að jafnaði góðri ávöxtun. Það breyttist á árunum eftir hrun, að sögn kunnugra, og liggja samtökin ekki lengur á eins digrum sjóðum. Miklar breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi samtakanna síðustu ár og hafa þær átt sinn þátt í útgjaldaaukningunni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Kolbeinn Árnason, sem leiddi sameiningu samtakanna haustið 2014, var fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hann lét af störfum í apríl 2016 og tók í kjölfarið sæti í stjórn LBI, gamla Landsbankans. Heiðrún Lind Marteinsdóttir tók við starfinu af Kolbeini og hefur gegnt því síðan. Á síðasta ári voru átta manns ráðnir til samtakanna en alls eru starfsmenn þeirra nú sextán talsins. Ekki náðist í Jens Garðar Helgason, formann samtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira