Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2018 18:57 Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt fjölda funda með stjórnvöldum á undanförnum vikum. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk hins vegar störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Samningar á almennum markaði hafi verið leiðandi og kaupmáttur aukist í samræmi við markmið. Um 60 formenn aðildarfélaga ASÍ ákveða á morgun hvort samningum verði sagt upp. Og nú þegar tæpur sólarhringur er þar til frestur til að segja upp kjarasamningum rennur út, komu forystumenn í Alþýðusambandinu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu síðdegis. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði að loknum fundi að ríkisstjórnin hefði kynnt aðgerðir sem nú þegar sé til fé inni fyrir.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brink„Stjórnvöld voru þá núna að tilkynna okkur ákvörðun sína um að koma til móts við hækkun atvinnuleysisbóta. Þær verði settar í 90 prósent af dagvinnutryggingu. Það þýðir tæplega 50 þúsund króna hækkun á atvinnuleysisbótum 1. maí. Og að færa þá Ábyrgðasjóð launa upp í það sem hann ætti að vera, 635 þúsund. En hámarkið í dag er ekki nema 385 þúsund krónur. Þannig að þetta er talsvert mikil hækkun,“ segir Gylfi. Þá sé ríkisstjórnin reiðubúin að hefja viðræður um breytingar á skatta- og bótakerfi með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu og framlög til fræðslusjóða. Þetta geti vissulega létt undir í stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá hækkun á fæðingarorlofi og lengingu á tímabilinu. En við verðum að horfast í augu við að það þarf að setjast yfir það. Þar vantar iðgjald til að mæta því. En þarna er þá verið að koma til móts við okkur, bæði atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa hafa tekjur til að standa undir þessum ákvörðunum,“ segir Gylfi.Staðan verður erfiðari ef samningum verður sagt uppKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa eins og ASÍ hafi sett á oddinn varðandi félagslegar umbætur. Um leið vilji ríkisstjórnin halda áfram góðum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins sem m.a. hafi skilað breytingum á kjararáði. „Og viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar og samspil skattkerfisins við bótakerfið. Barnabætur og húsnæðisbætur. Þannig að við getum betur tryggt stöðu lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópa í samfélaginu,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin vilji ljúka þessum viðræðum á haustmánuðum þannig að hugsanlega megi leggja til breytingar við gerð fjárlaga næsta árs.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Ernir„Það liggur auðvitað fyrir að þeir samningar sem nú er verið að ræða eru á milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Stjórnvöld eru ekki aðilar að þeim samningum. Við erum einfaldlega að segja með þessari skýru yfirlýsingu að við erum reiðubúin að leggja okkar að mörkum í aðgerðum til að stuðla að félagslegum stöðugleika til að stuðla að aukinni sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín. Framhaldið veltur hins vegar á formannafundi ASÍ á morgun. En forsætisráðherra segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysisbætur og greiðslur úr tryggingarsjóði launa standa. „Hin vegar liggur fyrir að samtal aðila vinnumarkaðarins verður með öðrum hætti ef hér verða vinnudeilur út árið.“Þannig að það gæti orðið erfiðara? „Ég held að það átti sig allir á því sem eru jarðtengdir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt fjölda funda með stjórnvöldum á undanförnum vikum. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk hins vegar störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Samningar á almennum markaði hafi verið leiðandi og kaupmáttur aukist í samræmi við markmið. Um 60 formenn aðildarfélaga ASÍ ákveða á morgun hvort samningum verði sagt upp. Og nú þegar tæpur sólarhringur er þar til frestur til að segja upp kjarasamningum rennur út, komu forystumenn í Alþýðusambandinu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu síðdegis. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði að loknum fundi að ríkisstjórnin hefði kynnt aðgerðir sem nú þegar sé til fé inni fyrir.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brink„Stjórnvöld voru þá núna að tilkynna okkur ákvörðun sína um að koma til móts við hækkun atvinnuleysisbóta. Þær verði settar í 90 prósent af dagvinnutryggingu. Það þýðir tæplega 50 þúsund króna hækkun á atvinnuleysisbótum 1. maí. Og að færa þá Ábyrgðasjóð launa upp í það sem hann ætti að vera, 635 þúsund. En hámarkið í dag er ekki nema 385 þúsund krónur. Þannig að þetta er talsvert mikil hækkun,“ segir Gylfi. Þá sé ríkisstjórnin reiðubúin að hefja viðræður um breytingar á skatta- og bótakerfi með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu og framlög til fræðslusjóða. Þetta geti vissulega létt undir í stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá hækkun á fæðingarorlofi og lengingu á tímabilinu. En við verðum að horfast í augu við að það þarf að setjast yfir það. Þar vantar iðgjald til að mæta því. En þarna er þá verið að koma til móts við okkur, bæði atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa hafa tekjur til að standa undir þessum ákvörðunum,“ segir Gylfi.Staðan verður erfiðari ef samningum verður sagt uppKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa eins og ASÍ hafi sett á oddinn varðandi félagslegar umbætur. Um leið vilji ríkisstjórnin halda áfram góðum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins sem m.a. hafi skilað breytingum á kjararáði. „Og viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar og samspil skattkerfisins við bótakerfið. Barnabætur og húsnæðisbætur. Þannig að við getum betur tryggt stöðu lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópa í samfélaginu,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin vilji ljúka þessum viðræðum á haustmánuðum þannig að hugsanlega megi leggja til breytingar við gerð fjárlaga næsta árs.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Ernir„Það liggur auðvitað fyrir að þeir samningar sem nú er verið að ræða eru á milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Stjórnvöld eru ekki aðilar að þeim samningum. Við erum einfaldlega að segja með þessari skýru yfirlýsingu að við erum reiðubúin að leggja okkar að mörkum í aðgerðum til að stuðla að félagslegum stöðugleika til að stuðla að aukinni sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín. Framhaldið veltur hins vegar á formannafundi ASÍ á morgun. En forsætisráðherra segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysisbætur og greiðslur úr tryggingarsjóði launa standa. „Hin vegar liggur fyrir að samtal aðila vinnumarkaðarins verður með öðrum hætti ef hér verða vinnudeilur út árið.“Þannig að það gæti orðið erfiðara? „Ég held að það átti sig allir á því sem eru jarðtengdir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08
Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59