Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson Vísir/eyþór Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. Á þetta að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins en frestur til þess að segja upp kjarasamningum um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum rennur út á morgun. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfarnar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Vísi í dag að ef koma ætti í veg fyrir uppsögn samninga þyrftiað koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrramálið. Ríkisstjórnin kynnti útspil sitt nú síðdegis en boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirfara. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla eftir fundinn lýsir ríkisstjórnin yfir vilja sínum til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að því markmiði að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu og vaxta og stöðugs gengis með félagslega velferð að leiðarljósi.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brinkBoða endurskoðun tekjuskattskerfisins Er boðað til fjórþættra aðgerða í velferðarmálum á vinnumarkaði á yfirstandandi ári. Eru stjórnvöld reiðubúin til að hækka hámarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa án þess að samtímis sé hreyft við því gjaldi sem greitt er til sjóðsins. Hámarksgreiðsla er nú 385 þúsund krónur á mánuði vegna launamissis í allt að þrjá mánuði, auk tryggingar á greiðslu orlofs allt að 617 þúsund krónur. Hámarksgreiðsla á mánuði verður 633 þúsund krónur og gildir frá 1. júlí 2018. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar en ákvörðun um breytingar á fjárhæðum atvinnuleysistrygginga felur í sér að bætur hækki og verði 90 prósent af dagvinnutekjutryggingu og tekur breytingin gildi frá 1. maí næstkomandi. Einnig verður hafin endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfi sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa. Meðal þess sem skoðað verður er að sett verði á fót heildstætt kerfi er taki jafnt til stuðnings hins opinbera við barnafjölskyldur og stuðnings vegna húsnæðiskostnaðar, hvort heldur er fyrir íbúðareigendur eða leigjendur. Ætlunin er að ljúka þessari vinnu á haustmánuðum 2018 áður en fjárlög ársins 2019 verða afgreidd. Einnig verður gerð úttekt á stöðu Fræðslusjóðs og Vinnustaðanámssjóðs með tilliti til skilvirkni og árangurs en útspil ríkisstjórnarinnar má skoða nánar hér. Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Vaxandi líkur á að samningum verði sagt upp ASÍ og SA sammála um að vera ósammála 27. febrúar 2018 14:11 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. Á þetta að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins en frestur til þess að segja upp kjarasamningum um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum rennur út á morgun. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfarnar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Vísi í dag að ef koma ætti í veg fyrir uppsögn samninga þyrftiað koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrramálið. Ríkisstjórnin kynnti útspil sitt nú síðdegis en boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirfara. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla eftir fundinn lýsir ríkisstjórnin yfir vilja sínum til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að því markmiði að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu og vaxta og stöðugs gengis með félagslega velferð að leiðarljósi.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brinkBoða endurskoðun tekjuskattskerfisins Er boðað til fjórþættra aðgerða í velferðarmálum á vinnumarkaði á yfirstandandi ári. Eru stjórnvöld reiðubúin til að hækka hámarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa án þess að samtímis sé hreyft við því gjaldi sem greitt er til sjóðsins. Hámarksgreiðsla er nú 385 þúsund krónur á mánuði vegna launamissis í allt að þrjá mánuði, auk tryggingar á greiðslu orlofs allt að 617 þúsund krónur. Hámarksgreiðsla á mánuði verður 633 þúsund krónur og gildir frá 1. júlí 2018. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar en ákvörðun um breytingar á fjárhæðum atvinnuleysistrygginga felur í sér að bætur hækki og verði 90 prósent af dagvinnutekjutryggingu og tekur breytingin gildi frá 1. maí næstkomandi. Einnig verður hafin endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfi sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa. Meðal þess sem skoðað verður er að sett verði á fót heildstætt kerfi er taki jafnt til stuðnings hins opinbera við barnafjölskyldur og stuðnings vegna húsnæðiskostnaðar, hvort heldur er fyrir íbúðareigendur eða leigjendur. Ætlunin er að ljúka þessari vinnu á haustmánuðum 2018 áður en fjárlög ársins 2019 verða afgreidd. Einnig verður gerð úttekt á stöðu Fræðslusjóðs og Vinnustaðanámssjóðs með tilliti til skilvirkni og árangurs en útspil ríkisstjórnarinnar má skoða nánar hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Vaxandi líkur á að samningum verði sagt upp ASÍ og SA sammála um að vera ósammála 27. febrúar 2018 14:11 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00
Vaxandi líkur á að samningum verði sagt upp ASÍ og SA sammála um að vera ósammála 27. febrúar 2018 14:11