Heiður fyrir CrossFit Reykjavík sem fær þó engar tekjur Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 15:30 Annie Mist, einn af eigendum CrossFit Reykjavík. visir/Anton Brink Síðasta æfing opna mótsins (The Open) í CrossFit verður tilkynnt hér á Íslandi í lok mars. Viðburðurinn fer fram í húsnæði CrossFit Reykjavík sem mun þó ekki fá neinar beinar tekjur af honum. „Nei við fáum engar tekjur af miðasölunni. Þetta er alfarið á þeirra vegum og það er bara heiður fyrir okkur að fá að taka á móti þeim,“ segir Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri CrossFit Reykjavík. Opna mótið er fyrsti liður af þremur sem þarf að klára til þess að eiga möguleika á að komast á heimsleikana. Það fellst í fimm æfingum sem keppendur þurfa að framkvæma og reyna að ná sem bestum árangri. Mikil leynd hvílir yfir þeim fimm æfingum sem eru hluti af opna mótinu og þess vegna er brugðið á það ráð að tilkynna æfingarnar í beinni útsendingu og fá nokkra þekkta einstaklinga innan þessa heims til þess að framkvæma hana.Viðburðurinn trekkir að „Viðburðurinn er haldinn algjörlega af höfuðstöðvum Crossfit og þeir fá húsnæðið hjá okkur. Þeir skipuleggja viðburðinn frá a til ö. Við eigum von á um 40 manns í tengslum við þennan viðburð Mannskapur frá höfuðstöðvum Crossfit setur upp og undirbýr allt fyrir þennan viðburð. Þeir stúka af smá pláss og eru í þrjá daga að setja upp fyrir þetta,″ segir Hrönn. Hrönn býst einnig við að nokkrir erlendir ferðamenn muni koma til þess að berja íslensku stelpurnar augum. „Útlendingar hafa haft samband og spurt hvort þeir geti keypt miða og séð keppnina,“ bætir Hrönn við. „Það náttúrulega kostar að setja þetta allt saman upp en það er á ábyrgð CrossFit og við þurfum að loka hluta af stöðinni til þess að vera með halda þetta. En við erum ekkert að græða á því að halda þetta. Þetta er samt rosa stórt fyrir CrossFit samfélagið á Íslandi,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari og einn af eigendum CrossFit Reykjavík. Á þessum viðburði munu íslensku dæturnar Annie Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davidsdóttir etja kappi. Opna mótið er sérstakt að því leyti að keppendur fá ekki að vita æfinguna nema með mjög litlum fyrirvara og hafa svo fjóra daga til þess að gera sitt besta og senda inn árangur sinn. Annie Mist segir rúmlega 300 Íslendinga skráða til leiks. „Þetta er fyrsta skrefið til þess að komast áfram en þetta er eina skrefið sem ég fæ að taka með stöðinni minni,“ segir Annie.Loksins haldið á Íslandi Þetta er í fyrsta skiptið sem að viðburður tengdur CrossFit verður haldinn á Íslandi. „Seinustu ár hafa þeir verið að velja ákveðna staði í kringum heiminn til þess að tilkynna þessar æfingar á. Mér fannst kominn tími til að halda eitthvað svona á Íslandi. Við erum nú búin að standa okkur það vel í langan tíma. Það passar líka vel að hafa okkur allar saman, mig, Katrínu Tönju og Ragnheiði Söru þar sem við keppum á móti hvorri annarri. Það er gaman fyrst að við erum allar íslenskar að halda þetta á Íslandi,“ bætir Annie við í lokin. CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1. 27. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Síðasta æfing opna mótsins (The Open) í CrossFit verður tilkynnt hér á Íslandi í lok mars. Viðburðurinn fer fram í húsnæði CrossFit Reykjavík sem mun þó ekki fá neinar beinar tekjur af honum. „Nei við fáum engar tekjur af miðasölunni. Þetta er alfarið á þeirra vegum og það er bara heiður fyrir okkur að fá að taka á móti þeim,“ segir Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri CrossFit Reykjavík. Opna mótið er fyrsti liður af þremur sem þarf að klára til þess að eiga möguleika á að komast á heimsleikana. Það fellst í fimm æfingum sem keppendur þurfa að framkvæma og reyna að ná sem bestum árangri. Mikil leynd hvílir yfir þeim fimm æfingum sem eru hluti af opna mótinu og þess vegna er brugðið á það ráð að tilkynna æfingarnar í beinni útsendingu og fá nokkra þekkta einstaklinga innan þessa heims til þess að framkvæma hana.Viðburðurinn trekkir að „Viðburðurinn er haldinn algjörlega af höfuðstöðvum Crossfit og þeir fá húsnæðið hjá okkur. Þeir skipuleggja viðburðinn frá a til ö. Við eigum von á um 40 manns í tengslum við þennan viðburð Mannskapur frá höfuðstöðvum Crossfit setur upp og undirbýr allt fyrir þennan viðburð. Þeir stúka af smá pláss og eru í þrjá daga að setja upp fyrir þetta,″ segir Hrönn. Hrönn býst einnig við að nokkrir erlendir ferðamenn muni koma til þess að berja íslensku stelpurnar augum. „Útlendingar hafa haft samband og spurt hvort þeir geti keypt miða og séð keppnina,“ bætir Hrönn við. „Það náttúrulega kostar að setja þetta allt saman upp en það er á ábyrgð CrossFit og við þurfum að loka hluta af stöðinni til þess að vera með halda þetta. En við erum ekkert að græða á því að halda þetta. Þetta er samt rosa stórt fyrir CrossFit samfélagið á Íslandi,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari og einn af eigendum CrossFit Reykjavík. Á þessum viðburði munu íslensku dæturnar Annie Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davidsdóttir etja kappi. Opna mótið er sérstakt að því leyti að keppendur fá ekki að vita æfinguna nema með mjög litlum fyrirvara og hafa svo fjóra daga til þess að gera sitt besta og senda inn árangur sinn. Annie Mist segir rúmlega 300 Íslendinga skráða til leiks. „Þetta er fyrsta skrefið til þess að komast áfram en þetta er eina skrefið sem ég fæ að taka með stöðinni minni,“ segir Annie.Loksins haldið á Íslandi Þetta er í fyrsta skiptið sem að viðburður tengdur CrossFit verður haldinn á Íslandi. „Seinustu ár hafa þeir verið að velja ákveðna staði í kringum heiminn til þess að tilkynna þessar æfingar á. Mér fannst kominn tími til að halda eitthvað svona á Íslandi. Við erum nú búin að standa okkur það vel í langan tíma. Það passar líka vel að hafa okkur allar saman, mig, Katrínu Tönju og Ragnheiði Söru þar sem við keppum á móti hvorri annarri. Það er gaman fyrst að við erum allar íslenskar að halda þetta á Íslandi,“ bætir Annie við í lokin.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1. 27. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1. 27. febrúar 2018 14:00