Norðmenn banna sigurvegara fyrir 13 ára aldur og það er greinilega að ganga upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 12:00 Ingvild Flugstad Oestberg, Astrid Uhrenholdt Jacobsen, Ragnhild Haga og Marit Björgen með gullverðlaun sín í boðgöngu. Vísir/Getty Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira