Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Hersir Aron Ólafsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 26. febrúar 2018 22:49 Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Talið er að yfir 550 manns hafi látist á síðustu átta dögum í árásum á Ghouta-svæðið í grennd við höfuðborgina Damaskus. Talið er að á meðal þeirra séu um annað hundrað börn. Hátt í fjögur hundruð þúsund saklausir borgarar sitja fastir í Ghouta en svæðið lýtur stjórn uppreisnarmanna. Sýrlandsher hefur ekki látið samhljóða ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um þrjátíu daga vopnahlé, stöðva sig í að gera nánast linnulausar árásir á svæðið. Sýrlensk stjórnvöld njóta stuðnings Rússa í baráttu sinni við uppreisnarmenn en með tillögu sinni vill Pútín gefa saklausum borgurum færi á að flýja heimili sín. Þannig er að því stefnt að gert verði hlé á sprengjuflóðinu á milli klukkan níu á morgnanna og tvö um eftirmiðdaginn, frá og með morgundeginum. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi munu aðstoða þá sem hyggjast flýja heimili sín í Ghouta með því að dreifa upplýsingum í gegnum SMS-skilaboð, myndbönd og með bæklingum. Þá munu þeir hjálpa við að koma í gagnið svokölluðum „mannúðlegum gangi“ sem borgarar geta nýtt til þess að flýja.Svæðið sem „helvíti á jörðu“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa greint frá því að nokkur fjöldi sjúklinga, þar á meðal börn, hafi sýnt einkenni sem benda til þess að efnavopn hafa verið notuð í árásir. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en Rússar segja að um fals-fréttir sé að ræða. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að svæðið væri „sem helvíti á jörðu“. „Austur-Ghouta getur ekki beðið, það er löngu tímabært að stöðva þetta helvíti á jörð,“ sagði Guterres í dag. Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Talið er að yfir 550 manns hafi látist á síðustu átta dögum í árásum á Ghouta-svæðið í grennd við höfuðborgina Damaskus. Talið er að á meðal þeirra séu um annað hundrað börn. Hátt í fjögur hundruð þúsund saklausir borgarar sitja fastir í Ghouta en svæðið lýtur stjórn uppreisnarmanna. Sýrlandsher hefur ekki látið samhljóða ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um þrjátíu daga vopnahlé, stöðva sig í að gera nánast linnulausar árásir á svæðið. Sýrlensk stjórnvöld njóta stuðnings Rússa í baráttu sinni við uppreisnarmenn en með tillögu sinni vill Pútín gefa saklausum borgurum færi á að flýja heimili sín. Þannig er að því stefnt að gert verði hlé á sprengjuflóðinu á milli klukkan níu á morgnanna og tvö um eftirmiðdaginn, frá og með morgundeginum. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi munu aðstoða þá sem hyggjast flýja heimili sín í Ghouta með því að dreifa upplýsingum í gegnum SMS-skilaboð, myndbönd og með bæklingum. Þá munu þeir hjálpa við að koma í gagnið svokölluðum „mannúðlegum gangi“ sem borgarar geta nýtt til þess að flýja.Svæðið sem „helvíti á jörðu“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa greint frá því að nokkur fjöldi sjúklinga, þar á meðal börn, hafi sýnt einkenni sem benda til þess að efnavopn hafa verið notuð í árásir. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en Rússar segja að um fals-fréttir sé að ræða. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að svæðið væri „sem helvíti á jörðu“. „Austur-Ghouta getur ekki beðið, það er löngu tímabært að stöðva þetta helvíti á jörð,“ sagði Guterres í dag.
Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40