Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 25-21 │ Nágrannarnir gerðu Haukum erfitt fyrir í toppbaráttunni Benedikt Grétarsson skrifar 26. febrúar 2018 19:45 Berta Rut Harðardóttir hefur verið öflug fyrir Haukakonur vísir/anton Stjarnan gerði Haukum slæman grikk í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna í handbolta. Liðin mættust í Mýrinni í Garðabæ í dag og Stjarnan vann sanngjarnan 25-21 sigur. Elena Elísabet Birgisdóttir, Ramune Pekarskyte og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir Stjörnuna og Dröfn Haraldsdóttir varði 13 skot í markinu. Berta Rut Harðardóttir skoraði níu mörk fyrir Hauka og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 18 skot. Stjarnan hafði í sjálfu sér ekki að neinu að keppa, nema heiðrinum auðvitað en það var ljóst fyrir leikinn að Garðbæingar kæmust ekki í úrslitakeppnina. Haukar eru hins vegar í hörkubaráttu um deildarmeistaratitilinn og máttu ekki við því að tapa stigum. Fyrri hálfleikur var hnífjafn og það voru markverðir liðanna sem voru í aðalhlutverki. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 10 skot í marki Hauka og Dröfn Haraldsdóttir varði sjö skot í Stjörnumarkinu. Dröfn átti líka nokkrar frábærar sendingar fram völlinn, sem skiluðu auðveldum mörkum. Haukar náðu að loka vörn sinni í tæpar tíu mínútur og náðu ágætum tökum á leiknum en fínn sprettur heimakvenna undir lok hálfleiksins skilaði þeim jafnri stöðu að honum loknum, 12-12. Stjarnan mætti af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og heimakonur voru fljótlega komnar með þriggja marka forskot. Varnarleikur Stjörnunnar var mjög góður og bak við vörnina hélt Dröfn áfram að verja vel. Haukakonur voru úti á þekju og aðeins stórleikur Elínar í markinu kom í veg fyrir að munurinn yrði meiri. Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark þegar um fimm mínútur voru til leiksloka en nær komust gestirnir ekki og Stjarnan vann sanngjarnan fjögurra marka sigur.Afhverju vann Stjarnan leikinn? Gamla góða uppskriftin: vörn, markvarsla og hraðupphlaup. Haukar skoruðu aðeins níu mörk í seinni hálfleik og komust hvorki lönd né strönd gegn vörn Stjörnunnar á löngum köflum. Þegar gestirnir náðu loks að opna vörnina, varði Dröfn hvert dauðafærið af fætur öðru og dró endanlega vígtennurnar úr Haukum.Hverjar stóðu upp úr? Dröfn Haraldsdóttir varði virkilega vel í marki Stjörnunnar og átti margar gullfallegar sendingar fram völlinn. Ramune og Þórey Anna skila alltaf mörkum og Elena Elísabet Birgisdóttir lék mjög vel á línunni. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var yfirburðarmaður hjá Haukum og það hlýtur að vera grátlegt fyrir hana að horfa upp á andstæðinginn hirða hvert frákastið af fætur öðru eftir varið skot. Berta Rut Harðardóttir var frábær í fyrri hálfleik en í miklu betri gæslu í þeim seinni.Hvað gekk illa? Nýtingin á dauðafærunum var ekki til fyrirmyndar í þessum leik. Þá hljóta Haukar að naga sig í handabökin fyrir alla þá tæknifeila sem liðið bauð upp á í þessum leik. Reyndir leikmenn hentu boltanum út af vellinum, misstu boltann í fæturna og þannig mætti lengi telja.Hvað gerist næst? Haukakonur fá risastórt verkefni þegar Fram kemur á heimsókn á Ásvelli. Sigur í þeim leik heldur vonum Hauka um deildarmeistaratitilinn á lífi en þá verða Haukakonur að leika betur en í dag. Stjarnan fer í bráðskemmtilega siglingu til Eyja og mætir þar sterku liði ÍBV. Stjarnan getur alveg unnið þann leik, þó að vissulega séu heimakonur sigurstranglegri í þeim leik. Mannskapurinn er til staðar hjá Stjörnunni, þetta er bara oft surning um hugarfarið. Elías: Þetta var ömurlega lélegt „Ég er bara mjög fúll eftir þennan leik. Við forum með urmul af dauðafærum í leiknum. Við misnotum 13 skot í fyrri hálfleik, þar af sjö maður gegn manni og ég er bara mjög ósáttur við holninguna á liðinu í dag. Þetta var alls ekki nógu gott,“ sagði vonsvikinn Elías Már Halldórsson eftir tap Hauka gegn Stjörnunni. Dómarar leiksins eitthvað að pirra menn? „Nei nei, þeir voru á engan hátt valdir að þessu tapi okkar í dag. Við spilum bara illa og margir leikmenn sem mæta bara ekki með hausinn kláran í leikinn. Ég þarf að leysa það á einhvern hátt. Lykilmenn spila bara illa og eru með afsakanir um allan völl og það bara segir mér að einbeitingin er léleg.“ Haukar eiga enn veika von um deildarmeistaratitilinn en þurfa þá að vinna næstu tvo leiki sem eru gegn Fram og Val. „Jú jú, það er þannig. Við vinnum einfaldlega engan deildarmeistaratitil ef við spilum svona illa. Þetta var ömurlega lélegt og við þurfum að læra af þessu,“ sagði svekktur Elías að lokum. Halldór Harri: Klárum mótið með sæmd Halldór Harri Kristjánsson var að vonum sáttur eftir sigur Stjörnunnar gegn Haukum. Stjarnan hefur í sjálfu sér aðlitlu að keppa en voru miklu betri en Haukar í dag. „Heilt yfir erum við bara massífar, sérstaklega varnarlega. Dröfn er svo mjög góð þar fyrir aftan og ég er mjög sáttur við mitt lið í dag.“ Stjarnan fékk mörg hraðupphlaup í dag. Var það upplegg dagsins, að keyra á Hauka? „Já, vörnin hefur ekki verið góð upp á síðkastið og við höfum ekki fengið þessi auðveldu mörk. Við höfum lagt áherslu á að bæta þennan þátt undanfarið og það er bara mjög gott að fá þessi mörk og stemminguna sem þeim fylgir.“ „Við vissum allan tímann að það er svona frammistaða til staðar hjá liðinu. Við höfum verið að spila jafna leiki gegn toppliðunum en missum móðinn í lokin. Nú klárum við þetta vel og það gefur vonandi fyrirheit fyrir næstu tvo leiki. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur núna en að klára mótið með sæmd og enda þetta með jákvæðni,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson. Olís-deild kvenna
Stjarnan gerði Haukum slæman grikk í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna í handbolta. Liðin mættust í Mýrinni í Garðabæ í dag og Stjarnan vann sanngjarnan 25-21 sigur. Elena Elísabet Birgisdóttir, Ramune Pekarskyte og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir Stjörnuna og Dröfn Haraldsdóttir varði 13 skot í markinu. Berta Rut Harðardóttir skoraði níu mörk fyrir Hauka og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 18 skot. Stjarnan hafði í sjálfu sér ekki að neinu að keppa, nema heiðrinum auðvitað en það var ljóst fyrir leikinn að Garðbæingar kæmust ekki í úrslitakeppnina. Haukar eru hins vegar í hörkubaráttu um deildarmeistaratitilinn og máttu ekki við því að tapa stigum. Fyrri hálfleikur var hnífjafn og það voru markverðir liðanna sem voru í aðalhlutverki. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 10 skot í marki Hauka og Dröfn Haraldsdóttir varði sjö skot í Stjörnumarkinu. Dröfn átti líka nokkrar frábærar sendingar fram völlinn, sem skiluðu auðveldum mörkum. Haukar náðu að loka vörn sinni í tæpar tíu mínútur og náðu ágætum tökum á leiknum en fínn sprettur heimakvenna undir lok hálfleiksins skilaði þeim jafnri stöðu að honum loknum, 12-12. Stjarnan mætti af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og heimakonur voru fljótlega komnar með þriggja marka forskot. Varnarleikur Stjörnunnar var mjög góður og bak við vörnina hélt Dröfn áfram að verja vel. Haukakonur voru úti á þekju og aðeins stórleikur Elínar í markinu kom í veg fyrir að munurinn yrði meiri. Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark þegar um fimm mínútur voru til leiksloka en nær komust gestirnir ekki og Stjarnan vann sanngjarnan fjögurra marka sigur.Afhverju vann Stjarnan leikinn? Gamla góða uppskriftin: vörn, markvarsla og hraðupphlaup. Haukar skoruðu aðeins níu mörk í seinni hálfleik og komust hvorki lönd né strönd gegn vörn Stjörnunnar á löngum köflum. Þegar gestirnir náðu loks að opna vörnina, varði Dröfn hvert dauðafærið af fætur öðru og dró endanlega vígtennurnar úr Haukum.Hverjar stóðu upp úr? Dröfn Haraldsdóttir varði virkilega vel í marki Stjörnunnar og átti margar gullfallegar sendingar fram völlinn. Ramune og Þórey Anna skila alltaf mörkum og Elena Elísabet Birgisdóttir lék mjög vel á línunni. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var yfirburðarmaður hjá Haukum og það hlýtur að vera grátlegt fyrir hana að horfa upp á andstæðinginn hirða hvert frákastið af fætur öðru eftir varið skot. Berta Rut Harðardóttir var frábær í fyrri hálfleik en í miklu betri gæslu í þeim seinni.Hvað gekk illa? Nýtingin á dauðafærunum var ekki til fyrirmyndar í þessum leik. Þá hljóta Haukar að naga sig í handabökin fyrir alla þá tæknifeila sem liðið bauð upp á í þessum leik. Reyndir leikmenn hentu boltanum út af vellinum, misstu boltann í fæturna og þannig mætti lengi telja.Hvað gerist næst? Haukakonur fá risastórt verkefni þegar Fram kemur á heimsókn á Ásvelli. Sigur í þeim leik heldur vonum Hauka um deildarmeistaratitilinn á lífi en þá verða Haukakonur að leika betur en í dag. Stjarnan fer í bráðskemmtilega siglingu til Eyja og mætir þar sterku liði ÍBV. Stjarnan getur alveg unnið þann leik, þó að vissulega séu heimakonur sigurstranglegri í þeim leik. Mannskapurinn er til staðar hjá Stjörnunni, þetta er bara oft surning um hugarfarið. Elías: Þetta var ömurlega lélegt „Ég er bara mjög fúll eftir þennan leik. Við forum með urmul af dauðafærum í leiknum. Við misnotum 13 skot í fyrri hálfleik, þar af sjö maður gegn manni og ég er bara mjög ósáttur við holninguna á liðinu í dag. Þetta var alls ekki nógu gott,“ sagði vonsvikinn Elías Már Halldórsson eftir tap Hauka gegn Stjörnunni. Dómarar leiksins eitthvað að pirra menn? „Nei nei, þeir voru á engan hátt valdir að þessu tapi okkar í dag. Við spilum bara illa og margir leikmenn sem mæta bara ekki með hausinn kláran í leikinn. Ég þarf að leysa það á einhvern hátt. Lykilmenn spila bara illa og eru með afsakanir um allan völl og það bara segir mér að einbeitingin er léleg.“ Haukar eiga enn veika von um deildarmeistaratitilinn en þurfa þá að vinna næstu tvo leiki sem eru gegn Fram og Val. „Jú jú, það er þannig. Við vinnum einfaldlega engan deildarmeistaratitil ef við spilum svona illa. Þetta var ömurlega lélegt og við þurfum að læra af þessu,“ sagði svekktur Elías að lokum. Halldór Harri: Klárum mótið með sæmd Halldór Harri Kristjánsson var að vonum sáttur eftir sigur Stjörnunnar gegn Haukum. Stjarnan hefur í sjálfu sér aðlitlu að keppa en voru miklu betri en Haukar í dag. „Heilt yfir erum við bara massífar, sérstaklega varnarlega. Dröfn er svo mjög góð þar fyrir aftan og ég er mjög sáttur við mitt lið í dag.“ Stjarnan fékk mörg hraðupphlaup í dag. Var það upplegg dagsins, að keyra á Hauka? „Já, vörnin hefur ekki verið góð upp á síðkastið og við höfum ekki fengið þessi auðveldu mörk. Við höfum lagt áherslu á að bæta þennan þátt undanfarið og það er bara mjög gott að fá þessi mörk og stemminguna sem þeim fylgir.“ „Við vissum allan tímann að það er svona frammistaða til staðar hjá liðinu. Við höfum verið að spila jafna leiki gegn toppliðunum en missum móðinn í lokin. Nú klárum við þetta vel og það gefur vonandi fyrirheit fyrir næstu tvo leiki. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur núna en að klára mótið með sæmd og enda þetta með jákvæðni,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti