Sport

Till vill dansa við Gunnar í Dublin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Darren Till er loksins að verða tilbúinn í bardaga við Gunnar Nelson.
Darren Till er loksins að verða tilbúinn í bardaga við Gunnar Nelson. vísir/getty
Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi.

Bardagakvöldið er ekki staðfest en augljóslega eru samningaviðræður um það langt komnar þar sem þjálfari Gunnars, John Kavanagh, er þegar farinn að berjast fyrir bardaga Gunnars og Till það kvöld. Það yrði þá aðalbardagi kvöldsins.





Það var stefnt á að Gunnar og Till myndu berjast í London þann 17. mars en Till dró sig út úr bardaganum vegna veikinda. Hann segist þó vera á batavegi.

„Ég verð klár eftir svona þrjár vikur og þá get ég byrjað að æfa. Ef UFC bókar mig núna þá verð ég tilbúinn eftir 6-8 vikur í bardaga,“ sagði Till en hann er spenntur fyrir því að mæta okkar manni í Dyflinni.

„Það hljómar vel. Ég verð tilbúinn í maí. Ég mun vinna þá og svo berjast um titilinn. Ég er að vonast til að mæta Mike Perry eða Stephen Thompson. Jafnvel í Dublin. Ég mun líka berjast við Gunnar. Komdu, Gunni. Látum þetta gerast. Ég skal berjast við Gunnar í Dublin.“

MMA

Tengdar fréttir

Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu

Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu.

Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast

Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið.

Gunnar Nelson býst við bardaga í maí

Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×