Freydís Halla náði bestum árangri Íslendinganna á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 16:30 Freydís Halla Einarsdóttir í sviginu. Vísir/EPA Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. Ísland sendi fimm keppendur á leikana og fjórir þeirra náðu að klára grein. Alpagreinamaðurinn Sturla Snær Snorrason komst aldrei í mark. Hann meiddist þegar hann féll í stórsviginu og varð að þeim sökum að hætta við keppni í sviginu. Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri í íslensku Ólympíuliðinu þegar hún kom í mark í 41. sæti í svigkeppninni en Ísak Stianson Pedersen var næstbestur með því að ná 55. sæti í sprettgöngu. 91 prósent íslensku keppendanna komst í mark á Ólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum en aðeins 29 prósent náðu að klára greinar sínar á leikunum í Vancouver árið 2010. Í Vancouver árið 2010 þá voru allir fjórir keppendur Íslands í alpagreinum en að þessu sinni var Ísland með þrjá af fimm keppendum sínum í skíðagöngu. Svigið hennar Freydísar Höllu var eina alpagreinin á leikunum í Pyeongchang þar sem íslenskur keppandi náði í mark.Besti árangur Íslands á ÓL í Pyeongchang 2018 41. sæti - Freydís Halla Einarsdóttir í svigi 55. sæti - Ísak Stianson Pedersen í sprettgöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 15 km skíðagöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 30 km skiptigöngu 78. sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir í 10 km skíðagöngu Kláraði ekki - Snorri Eyþór Einarsson í 50 km skíðagöngu Kláraði ekki - Freydís Halla Einarsdóttir í stórsvigi Kláraði ekki - Sturla Snær Snorrason í stórsvigi Hætti við - Sturla Snær Snorrason í svigi (meiddur)Besti árangur Íslendinga á síðustu vetrarleikum:ÓL í Pyeongchang 2018 Freydís Halla Einarsdóttir - 41. sæti í svigiÓL í Sotsjí 2014 Helga María Vilhjálmsdóttir - 29. sæti í risasvigiÓL í Vancouver 2010 Björgvin Björginsson - 43. sæti í stórsvigiÓL í Torinó 2006 Björgvin Björginsson - 22. sæti í svigiÓL í Salt Lake City 2002 Kristinn Björnsson - 21. sæti í svigiÓL í Nagano 1998 Sveinn Brynjólfsson - 25. sæti í svigi Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. Ísland sendi fimm keppendur á leikana og fjórir þeirra náðu að klára grein. Alpagreinamaðurinn Sturla Snær Snorrason komst aldrei í mark. Hann meiddist þegar hann féll í stórsviginu og varð að þeim sökum að hætta við keppni í sviginu. Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri í íslensku Ólympíuliðinu þegar hún kom í mark í 41. sæti í svigkeppninni en Ísak Stianson Pedersen var næstbestur með því að ná 55. sæti í sprettgöngu. 91 prósent íslensku keppendanna komst í mark á Ólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum en aðeins 29 prósent náðu að klára greinar sínar á leikunum í Vancouver árið 2010. Í Vancouver árið 2010 þá voru allir fjórir keppendur Íslands í alpagreinum en að þessu sinni var Ísland með þrjá af fimm keppendum sínum í skíðagöngu. Svigið hennar Freydísar Höllu var eina alpagreinin á leikunum í Pyeongchang þar sem íslenskur keppandi náði í mark.Besti árangur Íslands á ÓL í Pyeongchang 2018 41. sæti - Freydís Halla Einarsdóttir í svigi 55. sæti - Ísak Stianson Pedersen í sprettgöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 15 km skíðagöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 30 km skiptigöngu 78. sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir í 10 km skíðagöngu Kláraði ekki - Snorri Eyþór Einarsson í 50 km skíðagöngu Kláraði ekki - Freydís Halla Einarsdóttir í stórsvigi Kláraði ekki - Sturla Snær Snorrason í stórsvigi Hætti við - Sturla Snær Snorrason í svigi (meiddur)Besti árangur Íslendinga á síðustu vetrarleikum:ÓL í Pyeongchang 2018 Freydís Halla Einarsdóttir - 41. sæti í svigiÓL í Sotsjí 2014 Helga María Vilhjálmsdóttir - 29. sæti í risasvigiÓL í Vancouver 2010 Björgvin Björginsson - 43. sæti í stórsvigiÓL í Torinó 2006 Björgvin Björginsson - 22. sæti í svigiÓL í Salt Lake City 2002 Kristinn Björnsson - 21. sæti í svigiÓL í Nagano 1998 Sveinn Brynjólfsson - 25. sæti í svigi
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira