Ekki einu sinni þjálfari eða liðsfélagar Messi vissu að hann ætlaði að gera þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 22:30 Lionel Messi skoraði sérstakt mark í spænska boltanum um helgina eða mark sem menn í Barcelona höfðu ekki séð í tólf ár. Markið sem Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Girona minnti á markið sem Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði á móti Werder Bremen árið 2006.Messi 'fooled everyone' with low free kick - Lionel Messi surprised his teammates and his manager with a free kick in Barcelona's win against Girona which evoked memories of Ronaldinho in 2006. https://t.co/lOxmP9kGwM — E-FC Barcelona (@e_fcbarca) February 25, 2018 Messi hafði áður lagt upp mark fyrir Luis Suarez og skorað annað sjálfur eftir að Börsungar lentu 1-0 undir í upphafi leiks. Þriðja markið úr aukaspyrnunni fór síðan langt með að ganga frá leiknum. Annað mark Messi kom úr aukspyrnu sem liðið fékk rétt fyrir utan teig. Í stað þess að reyna að skrúfa boltann undir vegginn eins og menn gera oftast þá nýtti Argentínumaðurinn sér það að veggurinn hoppaði allur upp. Messi skaut því boltanum undir varnarvegginn og í bláhornið. Markvörðurinn átti engan möguleika. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var spurður út í aukaspyrnumarkið eftir leikinn. „Það er erfitt að venjast þessu. Alltaf þegar maður heldur að hann hafi gert allt saman þá kemur hann þér aftur á óvart. Við vorum að bíða eftir að sjá hvernig hann færi að því að koma boltanum yfir vegginn og þá setur hann boltann undir hann,“ sagði Ernesto Valverde. „Þegar maður sér þá hugsar maður ósjálfsrátt að Leo lætur þetta líta svo einfalt út. Þetta er samt ekki svo einfalt,“ sagði Ernesto Valverde.Most freekick goals in La Liga in the last 25 years: [21] MESSI (three this season) [19] Cristiano Ronaldo (zero this season) [16] Roberto Carlos [15] Ronaldinho [13] Doubt [12] Assunçao [11] Rivaldo [10] Beñat and Nihat pic.twitter.com/tU68r4Kxiy — FORÇA BARÇA (@ForcaBarcaEN) February 24, 2018 Coutinho, nýjasti liðsfélagði Messi var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum. „Leo er magnaður. Hann plataði alla með því að setja aukaspyrnuna sína undir vegginn. Það er ótrúlegt að sjá hversu góður hann er. Ég næ betra sambandi við hann og Suarez með hverjum leik. Messi er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Coutinho. Það má sjá mörkin úr leiknum sem og aukaspyrnumark Lionel Messi (eftir 30 sekúndur) í spilaranum hér fyrir ofan. Spænski boltinn Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli.“ Sport Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Fleiri fréttir Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Sjá meira
Lionel Messi skoraði sérstakt mark í spænska boltanum um helgina eða mark sem menn í Barcelona höfðu ekki séð í tólf ár. Markið sem Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Girona minnti á markið sem Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði á móti Werder Bremen árið 2006.Messi 'fooled everyone' with low free kick - Lionel Messi surprised his teammates and his manager with a free kick in Barcelona's win against Girona which evoked memories of Ronaldinho in 2006. https://t.co/lOxmP9kGwM — E-FC Barcelona (@e_fcbarca) February 25, 2018 Messi hafði áður lagt upp mark fyrir Luis Suarez og skorað annað sjálfur eftir að Börsungar lentu 1-0 undir í upphafi leiks. Þriðja markið úr aukaspyrnunni fór síðan langt með að ganga frá leiknum. Annað mark Messi kom úr aukspyrnu sem liðið fékk rétt fyrir utan teig. Í stað þess að reyna að skrúfa boltann undir vegginn eins og menn gera oftast þá nýtti Argentínumaðurinn sér það að veggurinn hoppaði allur upp. Messi skaut því boltanum undir varnarvegginn og í bláhornið. Markvörðurinn átti engan möguleika. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var spurður út í aukaspyrnumarkið eftir leikinn. „Það er erfitt að venjast þessu. Alltaf þegar maður heldur að hann hafi gert allt saman þá kemur hann þér aftur á óvart. Við vorum að bíða eftir að sjá hvernig hann færi að því að koma boltanum yfir vegginn og þá setur hann boltann undir hann,“ sagði Ernesto Valverde. „Þegar maður sér þá hugsar maður ósjálfsrátt að Leo lætur þetta líta svo einfalt út. Þetta er samt ekki svo einfalt,“ sagði Ernesto Valverde.Most freekick goals in La Liga in the last 25 years: [21] MESSI (three this season) [19] Cristiano Ronaldo (zero this season) [16] Roberto Carlos [15] Ronaldinho [13] Doubt [12] Assunçao [11] Rivaldo [10] Beñat and Nihat pic.twitter.com/tU68r4Kxiy — FORÇA BARÇA (@ForcaBarcaEN) February 24, 2018 Coutinho, nýjasti liðsfélagði Messi var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum. „Leo er magnaður. Hann plataði alla með því að setja aukaspyrnuna sína undir vegginn. Það er ótrúlegt að sjá hversu góður hann er. Ég næ betra sambandi við hann og Suarez með hverjum leik. Messi er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Coutinho. Það má sjá mörkin úr leiknum sem og aukaspyrnumark Lionel Messi (eftir 30 sekúndur) í spilaranum hér fyrir ofan.
Spænski boltinn Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli.“ Sport Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Fleiri fréttir Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Sjá meira