Snorri Einarsson mun bera íslenska fánann á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í PyenogChang.
Snorri keppti í skíðagöngu á leikunum, í 15km göngu með frjálsri aðferð, 30km skiptigöngu og 50km skíðagöngu. Hann varð í 56. sæti í 15km og 30km göngunum en náði ekki að ljúka keppni í 50km göngunni sem fram fór í nótt en hann hefur verið að glíma við veikindi.
Snorri hefur verið í sérflokki í skíðagöngu á Íslandi á undanförnum árum og náði bestum árangri allra frá upphafi innan Skíðasabands Íslands á síðasta ári. Það er einungis Kristinn Björnsson sem hefur náð betri árangri en Snorri í sögunni.
Lokahátíðin fer fram annað kvöld að staðartíma, klukkan 11:00 fyrir hádegi á morgun á íslenskum tíma.
Snorri fánaberi á lokahátíðinni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið
Körfubolti

Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn


Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn



Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig
Handbolti