Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. febrúar 2018 16:00 Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens. Josh Emmett er tiltölulega óþekktur en skaust aðeins fram í sviðsljósið eftir sinn síðasta sigur í desember. Emmett rotaði þá Ricardo Lamas í 1. lotu en bardagann tók Emmett með skömmum fyrirvara. Lamas átti upphaflega að mæta Jose Aldo í desember en þegar Max Holloway vantaði andstæðing kom Jose Aldo inn. Emmett kom því í stað Aldo með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Emmett var þá ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum á meðan Lamas var í 3. sæti. Lamas hafði í raun til lítils að vinna á meðan Emmett hafði allt að vinna. Emmett náði reyndar ekki tilsettri þyngd en tókst að rota Lamas í 1. lotu. Sigurinn var gríðarlega óvæntur og kom Emmett ansi nálægt toppnum í fjaðurvigtinni. Nú þarf hann að sýna að sigurinn á Lamas hafi ekki verið eintóm heppni. Stephens er hörku bardagamaður sem hefur sigrað marga færa bardagamenn en hefur þó aldrei náð að vinna þá allra bestu. Stephens skilur oft á milli þeirra sem eru mjög góðir og þeirra sem eru með þeim bestu. Emmett fær því ansi verðugt próf í nótt og verður áhugavert að sjá hvort hann standist það. Sigur á Stephens sýnir að Emmett á heima meðal þeirra bestu. UFC bardagakvöldið hefst kl 1 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens. Josh Emmett er tiltölulega óþekktur en skaust aðeins fram í sviðsljósið eftir sinn síðasta sigur í desember. Emmett rotaði þá Ricardo Lamas í 1. lotu en bardagann tók Emmett með skömmum fyrirvara. Lamas átti upphaflega að mæta Jose Aldo í desember en þegar Max Holloway vantaði andstæðing kom Jose Aldo inn. Emmett kom því í stað Aldo með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Emmett var þá ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum á meðan Lamas var í 3. sæti. Lamas hafði í raun til lítils að vinna á meðan Emmett hafði allt að vinna. Emmett náði reyndar ekki tilsettri þyngd en tókst að rota Lamas í 1. lotu. Sigurinn var gríðarlega óvæntur og kom Emmett ansi nálægt toppnum í fjaðurvigtinni. Nú þarf hann að sýna að sigurinn á Lamas hafi ekki verið eintóm heppni. Stephens er hörku bardagamaður sem hefur sigrað marga færa bardagamenn en hefur þó aldrei náð að vinna þá allra bestu. Stephens skilur oft á milli þeirra sem eru mjög góðir og þeirra sem eru með þeim bestu. Emmett fær því ansi verðugt próf í nótt og verður áhugavert að sjá hvort hann standist það. Sigur á Stephens sýnir að Emmett á heima meðal þeirra bestu. UFC bardagakvöldið hefst kl 1 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira