Umfjöllun og viðtöl: Fram 23-19 Valur | Fram með sterkan sigur á Val Gabríel Sighvatsson skrifar 25. febrúar 2018 21:15 Úr leik hjá Val Vísir/Eyþór Fram bar sigur úr bítum gegn Val í Olísdeild kvenna í kvöld en þessi úrslit halda mikilli spennu á toppi deildarinnar. Valur var fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar á meðan Fram var í þriðja sæti og aðeins munaði tveimur stigum á milli liðanna. Fram hafði unnið fyrri leik liðanna á heimavelli sínum og gerðu það aftur í kvöld. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og helminginn af seinni hálfleiknum líka. Fram átti líklega sigurinn skilið á endanum en sóknin brást þeim og þess vegna varð leikurinn svona jafn. Markvarslan og vörnin virkilega góð hjá Val í leiknum en ekki nóg í kvöld.Af hverju vann Fram? Framar spiluðu virkilega góða vörn og Guðrún Ósk stóð vaktina í rammanum. Síðasta korterið virtist Fram eiga meira inn og það spilaði stóra rullu í að landa sigrinum. Valur hefði getað nýtt sín tækifæri betur en þetta hefði getað dottið báðum megin í dag.Hvað gekk illa? Sókn beggja liða hefði getað verið betri. Ragnheiður Júlíusdóttir, markahæsti leikmaður Fram og í deildinni skoraði til að mynda aðeins tvö mörk í leiknum og Valur einungis 19 mörk í heildina. Leikurinn var líka stútfullur af lélegum sendingum og tæknifeilum og hvert mark taldi að lokum.Hverjir stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var í fantaformi í dag og skoraði 7 mörk. Guðrún Ósk var mjög góð í marki Fram var með 12 varða bolta og eitt mark. Lina Melvik Rypdal hélt Valsliðinu á floti í fyrri hálfleik en það hægðist aðeins á henni í þeim seinni. Hún varði 19 bolta og var með 45 prósent hlutfall.Hvað gerist næst? Fram færist upp fyrir Val og eru á toppi deildarinnar, tímabundið. Haukar geta með sigri annað kvöld hirt toppsætið en næsti leikur Fram er einmitt við Hauka í Hafnarfirði þar sem keppt verður um titilinn. Valur er í öðru sæti deildarinnar og verður að treysta á önnur úrslit ætli þeir sér að verða deildarmeistarar. Næsti leikur þeirra er gegn Gróttu. Sigurgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Fram, var sáttur að leikslokum. „Það var virkilega flott að og mikilvægt að vinna, það er hægt að kalla þetta seiglusigur.“ „Við náðum að loka vörninni í seinni hálfleik og vorum í smá erfiðleikum því þær voru að spila með markmanninn út af en svo náðum við að loka þessu.“Var eitthvað sem kom þeim á óvart í leik Vals? „Nei, í rauninni ekki þau voru bara að spila það sama og í síðustu leikjum. Þær eru bara með mjög gott lið og góða leikmenn. „ Við eigum tvo leiki eftir og við þurfum að klára þá baða svo að það sé hægt en jú sá draumur lifir enn.“ sagði Sigurjón um vonir liðsins að verða deildarmeistarar.Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, gat hinsvegar verið svekktur eftir leik. „Það var ekki skemmtilegt að tapa þessum leik sérstaklega þegar að við spiluðum svona vel í 45 mínútur. Það var ágætis „control“ á tempóinu í leiknum þar sem að við ætluðum að leggja upp með.“Hann var þó ánægður með spilamennskuna heilt yfir. „Vörnin var fín og markvarslan var góð. En við gerum okkur sek um ofboðslega klaufaleg mistök sóknarlega í seinni hálfleik sem er ansi dýrt á móti jafn góðu liði og Fram og þær refsuðu okkur. Við náðum reyndar aðeins að koma til baka en þá svona datt botninn úr þessu hjá okkur, því miður.“ „Við vorum að spila við gott lið og varnarleikurinn var þéttur og góður en við erum að fara illa með upplögð tækifæri sem er mjög stór partur af handboltaleik og svo erum við með of mikið af töpuðum boltum.“Hann ætlar þó ekki að svekkja sig of mikið þó deildarmeistaratitillinn detti úr þeirra höndum. „Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að komast i topp fjóra eftir að liðið endaði í 6. sæti í fyrra, þannig að við erum á fínu róli. Auðvitað hefðu líkurnar um deildarmeistartitilinn aukist með sigri en eins og staða er í dag er Fram með besta liðið og ég held að þær klári þetta.“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna
Fram bar sigur úr bítum gegn Val í Olísdeild kvenna í kvöld en þessi úrslit halda mikilli spennu á toppi deildarinnar. Valur var fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar á meðan Fram var í þriðja sæti og aðeins munaði tveimur stigum á milli liðanna. Fram hafði unnið fyrri leik liðanna á heimavelli sínum og gerðu það aftur í kvöld. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og helminginn af seinni hálfleiknum líka. Fram átti líklega sigurinn skilið á endanum en sóknin brást þeim og þess vegna varð leikurinn svona jafn. Markvarslan og vörnin virkilega góð hjá Val í leiknum en ekki nóg í kvöld.Af hverju vann Fram? Framar spiluðu virkilega góða vörn og Guðrún Ósk stóð vaktina í rammanum. Síðasta korterið virtist Fram eiga meira inn og það spilaði stóra rullu í að landa sigrinum. Valur hefði getað nýtt sín tækifæri betur en þetta hefði getað dottið báðum megin í dag.Hvað gekk illa? Sókn beggja liða hefði getað verið betri. Ragnheiður Júlíusdóttir, markahæsti leikmaður Fram og í deildinni skoraði til að mynda aðeins tvö mörk í leiknum og Valur einungis 19 mörk í heildina. Leikurinn var líka stútfullur af lélegum sendingum og tæknifeilum og hvert mark taldi að lokum.Hverjir stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var í fantaformi í dag og skoraði 7 mörk. Guðrún Ósk var mjög góð í marki Fram var með 12 varða bolta og eitt mark. Lina Melvik Rypdal hélt Valsliðinu á floti í fyrri hálfleik en það hægðist aðeins á henni í þeim seinni. Hún varði 19 bolta og var með 45 prósent hlutfall.Hvað gerist næst? Fram færist upp fyrir Val og eru á toppi deildarinnar, tímabundið. Haukar geta með sigri annað kvöld hirt toppsætið en næsti leikur Fram er einmitt við Hauka í Hafnarfirði þar sem keppt verður um titilinn. Valur er í öðru sæti deildarinnar og verður að treysta á önnur úrslit ætli þeir sér að verða deildarmeistarar. Næsti leikur þeirra er gegn Gróttu. Sigurgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Fram, var sáttur að leikslokum. „Það var virkilega flott að og mikilvægt að vinna, það er hægt að kalla þetta seiglusigur.“ „Við náðum að loka vörninni í seinni hálfleik og vorum í smá erfiðleikum því þær voru að spila með markmanninn út af en svo náðum við að loka þessu.“Var eitthvað sem kom þeim á óvart í leik Vals? „Nei, í rauninni ekki þau voru bara að spila það sama og í síðustu leikjum. Þær eru bara með mjög gott lið og góða leikmenn. „ Við eigum tvo leiki eftir og við þurfum að klára þá baða svo að það sé hægt en jú sá draumur lifir enn.“ sagði Sigurjón um vonir liðsins að verða deildarmeistarar.Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, gat hinsvegar verið svekktur eftir leik. „Það var ekki skemmtilegt að tapa þessum leik sérstaklega þegar að við spiluðum svona vel í 45 mínútur. Það var ágætis „control“ á tempóinu í leiknum þar sem að við ætluðum að leggja upp með.“Hann var þó ánægður með spilamennskuna heilt yfir. „Vörnin var fín og markvarslan var góð. En við gerum okkur sek um ofboðslega klaufaleg mistök sóknarlega í seinni hálfleik sem er ansi dýrt á móti jafn góðu liði og Fram og þær refsuðu okkur. Við náðum reyndar aðeins að koma til baka en þá svona datt botninn úr þessu hjá okkur, því miður.“ „Við vorum að spila við gott lið og varnarleikurinn var þéttur og góður en við erum að fara illa með upplögð tækifæri sem er mjög stór partur af handboltaleik og svo erum við með of mikið af töpuðum boltum.“Hann ætlar þó ekki að svekkja sig of mikið þó deildarmeistaratitillinn detti úr þeirra höndum. „Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að komast i topp fjóra eftir að liðið endaði í 6. sæti í fyrra, þannig að við erum á fínu róli. Auðvitað hefðu líkurnar um deildarmeistartitilinn aukist með sigri en eins og staða er í dag er Fram með besta liðið og ég held að þær klári þetta.“ sagði Ágúst að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti