Kenndu liðsfélaganum um tapið en nú vill kóreska þjóðin setja þær sjálfar í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:00 Kim Bo Reum og Park Ji Woo voru langt á undan Noh Seon-yeong. Vísir/EPA Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn. Ólympíuleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn.
Ólympíuleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira