Sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 17:30 Bradie Tennell. Vísir/Getty Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira