Sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 17:30 Bradie Tennell. Vísir/Getty Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Sjá meira
Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Sjá meira