Varúð: Dugnaður Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Meintur dugnaður Íslendinga er eitt af því sem við notum til þess að belgja okkur út með og hefja okkur yfir aðrar þjóðir. Íslenskur dugnaður og dýrkun á honum er grundvallarmisskilningur og í raun þrúgandi þjóðarböl. Íslenskur dugnaður er alveg aftengdur skynsemi, heiðarleika og gagnrýnni hugsun. Gengur út á að setja hausinn undir sig og böðlast eins og tuddi á amfetamíni. Bægslagangurinn er mikill, afraksturinn enginn. Nema hrósið: „Hann er nú svo duglegur.“ Duglegt fólk er stórvarasamt, sést ekki fyrir í andskotans djöfulgangi. Alltaf eitthvað voða mikið að gera. Dugnaðarforkarnir láta sig til dæmis ekkert muna um að keyra til tunglsins og til baka mörgum sinnum í mánuði. Til hvers? Að sóa tíma og skilja eftir sig hyldjúp kolefnisspor? Dugnaðarforkarnir eru aðallega iðnir og ofvirkir við að þvælast fyrir, skara eld að eigin köku og fremja alls konar heimskupör og umhverfisspjöll og láta einhverja aðra, komandi kynslóðir og náttúruna sem er um það bil að verða gjaldþrota, um að borga fyrir öll „afköstin“. Dugnaður er djöfullegur, leti er góð. Sá lati nennir ekki að spilla náttúrunni með framkvæmdum, ekki að vera alltaf að þrífa í kringum sig með eitruðum hreinsiefnum og ekki rýkur sá lati út að keyra þegar ástandið er appelsínugult og endar fastur í skafli, aðeins til trafala og vandræða. Er ekki ráð að reyna að slaka aðeins á? Hætta að hossa hinum duglegu sem eru fyrst og fremst til ógagns og óþurftar? Hægja aðeins á snúningshraðamælinum og fara færri kílómetra en fleiri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Meintur dugnaður Íslendinga er eitt af því sem við notum til þess að belgja okkur út með og hefja okkur yfir aðrar þjóðir. Íslenskur dugnaður og dýrkun á honum er grundvallarmisskilningur og í raun þrúgandi þjóðarböl. Íslenskur dugnaður er alveg aftengdur skynsemi, heiðarleika og gagnrýnni hugsun. Gengur út á að setja hausinn undir sig og böðlast eins og tuddi á amfetamíni. Bægslagangurinn er mikill, afraksturinn enginn. Nema hrósið: „Hann er nú svo duglegur.“ Duglegt fólk er stórvarasamt, sést ekki fyrir í andskotans djöfulgangi. Alltaf eitthvað voða mikið að gera. Dugnaðarforkarnir láta sig til dæmis ekkert muna um að keyra til tunglsins og til baka mörgum sinnum í mánuði. Til hvers? Að sóa tíma og skilja eftir sig hyldjúp kolefnisspor? Dugnaðarforkarnir eru aðallega iðnir og ofvirkir við að þvælast fyrir, skara eld að eigin köku og fremja alls konar heimskupör og umhverfisspjöll og láta einhverja aðra, komandi kynslóðir og náttúruna sem er um það bil að verða gjaldþrota, um að borga fyrir öll „afköstin“. Dugnaður er djöfullegur, leti er góð. Sá lati nennir ekki að spilla náttúrunni með framkvæmdum, ekki að vera alltaf að þrífa í kringum sig með eitruðum hreinsiefnum og ekki rýkur sá lati út að keyra þegar ástandið er appelsínugult og endar fastur í skafli, aðeins til trafala og vandræða. Er ekki ráð að reyna að slaka aðeins á? Hætta að hossa hinum duglegu sem eru fyrst og fremst til ógagns og óþurftar? Hægja aðeins á snúningshraðamælinum og fara færri kílómetra en fleiri?
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar