Varúð: Dugnaður Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Meintur dugnaður Íslendinga er eitt af því sem við notum til þess að belgja okkur út með og hefja okkur yfir aðrar þjóðir. Íslenskur dugnaður og dýrkun á honum er grundvallarmisskilningur og í raun þrúgandi þjóðarböl. Íslenskur dugnaður er alveg aftengdur skynsemi, heiðarleika og gagnrýnni hugsun. Gengur út á að setja hausinn undir sig og böðlast eins og tuddi á amfetamíni. Bægslagangurinn er mikill, afraksturinn enginn. Nema hrósið: „Hann er nú svo duglegur.“ Duglegt fólk er stórvarasamt, sést ekki fyrir í andskotans djöfulgangi. Alltaf eitthvað voða mikið að gera. Dugnaðarforkarnir láta sig til dæmis ekkert muna um að keyra til tunglsins og til baka mörgum sinnum í mánuði. Til hvers? Að sóa tíma og skilja eftir sig hyldjúp kolefnisspor? Dugnaðarforkarnir eru aðallega iðnir og ofvirkir við að þvælast fyrir, skara eld að eigin köku og fremja alls konar heimskupör og umhverfisspjöll og láta einhverja aðra, komandi kynslóðir og náttúruna sem er um það bil að verða gjaldþrota, um að borga fyrir öll „afköstin“. Dugnaður er djöfullegur, leti er góð. Sá lati nennir ekki að spilla náttúrunni með framkvæmdum, ekki að vera alltaf að þrífa í kringum sig með eitruðum hreinsiefnum og ekki rýkur sá lati út að keyra þegar ástandið er appelsínugult og endar fastur í skafli, aðeins til trafala og vandræða. Er ekki ráð að reyna að slaka aðeins á? Hætta að hossa hinum duglegu sem eru fyrst og fremst til ógagns og óþurftar? Hægja aðeins á snúningshraðamælinum og fara færri kílómetra en fleiri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Meintur dugnaður Íslendinga er eitt af því sem við notum til þess að belgja okkur út með og hefja okkur yfir aðrar þjóðir. Íslenskur dugnaður og dýrkun á honum er grundvallarmisskilningur og í raun þrúgandi þjóðarböl. Íslenskur dugnaður er alveg aftengdur skynsemi, heiðarleika og gagnrýnni hugsun. Gengur út á að setja hausinn undir sig og böðlast eins og tuddi á amfetamíni. Bægslagangurinn er mikill, afraksturinn enginn. Nema hrósið: „Hann er nú svo duglegur.“ Duglegt fólk er stórvarasamt, sést ekki fyrir í andskotans djöfulgangi. Alltaf eitthvað voða mikið að gera. Dugnaðarforkarnir láta sig til dæmis ekkert muna um að keyra til tunglsins og til baka mörgum sinnum í mánuði. Til hvers? Að sóa tíma og skilja eftir sig hyldjúp kolefnisspor? Dugnaðarforkarnir eru aðallega iðnir og ofvirkir við að þvælast fyrir, skara eld að eigin köku og fremja alls konar heimskupör og umhverfisspjöll og láta einhverja aðra, komandi kynslóðir og náttúruna sem er um það bil að verða gjaldþrota, um að borga fyrir öll „afköstin“. Dugnaður er djöfullegur, leti er góð. Sá lati nennir ekki að spilla náttúrunni með framkvæmdum, ekki að vera alltaf að þrífa í kringum sig með eitruðum hreinsiefnum og ekki rýkur sá lati út að keyra þegar ástandið er appelsínugult og endar fastur í skafli, aðeins til trafala og vandræða. Er ekki ráð að reyna að slaka aðeins á? Hætta að hossa hinum duglegu sem eru fyrst og fremst til ógagns og óþurftar? Hægja aðeins á snúningshraðamælinum og fara færri kílómetra en fleiri?
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar