Settu Chloe Kim utan á pakkann og allt seldist upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 15:15 Chloe Kim með Ólympíugullið sitt. Vísir/EPA Snjóbrettastjarnan Chloe Kim er ein allra vinsælasta íþróttastjarna Bandaríkjanna í dag. Á því leikur enginn vafi. Chloe Kim, sem er aðeins sautján ára gömul, varð Ólympíumeistari í hálfpípunni í snjóbrettakeppni ÓL í Pyeongchang. Hún hafði mikla yfirburði og hefði örugglega barist líka um verðlaunin fyrir fjórum árum hefði hún mátt keppa. Þá var hún bara of ung. Það var búið að byggja upp miklar væntingar til Chloe Kim fyrir leikana í Pyeongchang en hún stóðst þær allar og gott betur. Jimmy Fallon tilkynnti í þætti sínum í gærkvöldi, „The Tonight Show Starring Jimmy Fallon“ að Kellogg’s fyrirtækið ætlaði að setja í sölu takmarkað upplag af Kellogg’s morgunkorni með mynd af Chloe Kim utan á pakkanum. Chloe Kim var gestur hjá honum.Jimmy Fallon announced last night that Kellogg’s would be selling a limited edition box of Corn Flakes with @chloekimsnow on its cover. Sold out in less than 10 hours. pic.twitter.com/3ixJeOOGGu — Darren Rovell (@darrenrovell) February 22, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa því upplagið seldist upp á innan við tíu klukkutímum. Chloe Kim heillar alla upp úr skónum hvar sem hún kemur. Það er ekki nóg með að hún sé yfirburðarkona í sinni grein þá er hún létt og skemmtileg og tekur engu of alvarlega. Hún er bara hún sjálf, stolt af uppruna sínum, stolt af foreldrum sínum og svo spillir ekki fyrir að brosið hennar bræðir alla á augbragði. Það er óhætt að spá fyrir því að fleiri fyrirtæki muni reyna að nýta sér vinsældir Chloe Kim á næstunni. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Snjóbrettastjarnan Chloe Kim er ein allra vinsælasta íþróttastjarna Bandaríkjanna í dag. Á því leikur enginn vafi. Chloe Kim, sem er aðeins sautján ára gömul, varð Ólympíumeistari í hálfpípunni í snjóbrettakeppni ÓL í Pyeongchang. Hún hafði mikla yfirburði og hefði örugglega barist líka um verðlaunin fyrir fjórum árum hefði hún mátt keppa. Þá var hún bara of ung. Það var búið að byggja upp miklar væntingar til Chloe Kim fyrir leikana í Pyeongchang en hún stóðst þær allar og gott betur. Jimmy Fallon tilkynnti í þætti sínum í gærkvöldi, „The Tonight Show Starring Jimmy Fallon“ að Kellogg’s fyrirtækið ætlaði að setja í sölu takmarkað upplag af Kellogg’s morgunkorni með mynd af Chloe Kim utan á pakkanum. Chloe Kim var gestur hjá honum.Jimmy Fallon announced last night that Kellogg’s would be selling a limited edition box of Corn Flakes with @chloekimsnow on its cover. Sold out in less than 10 hours. pic.twitter.com/3ixJeOOGGu — Darren Rovell (@darrenrovell) February 22, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa því upplagið seldist upp á innan við tíu klukkutímum. Chloe Kim heillar alla upp úr skónum hvar sem hún kemur. Það er ekki nóg með að hún sé yfirburðarkona í sinni grein þá er hún létt og skemmtileg og tekur engu of alvarlega. Hún er bara hún sjálf, stolt af uppruna sínum, stolt af foreldrum sínum og svo spillir ekki fyrir að brosið hennar bræðir alla á augbragði. Það er óhætt að spá fyrir því að fleiri fyrirtæki muni reyna að nýta sér vinsældir Chloe Kim á næstunni.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira