Skírði sigurmark tvíburasystur sinnar eftir lagi Britney Spears Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Jocelyne og Monique Lamoureux fagna saman með gullið um hálsinn. Vísir/Getty Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru konurnar á bak við langþráðan sigur bandaríska íshokkílandsliðsins á Ólympíuleikunum en Bandaríkin unnu gull á ÓL í PyeongChang í morgun. Bandaríska liðið var búið að tapa úrslitaleiknum á tveimur Ólympíuleikjum í röð og hafði ekki náð að vinna gullið eftirsótta í tuttugu ár. Bandaríska liðið vann hinsvegar 3-2 sigur á Kanada í úrslitaleiknum en leikurinn fór alla leið í bráðabana í vítakeppni.VIDEO: Jocelyne Lamoureux-Davidson's deke named after @britneyspears song #TeamUSA#Olympics#BestofUShttps://t.co/ebDWYFwa8Bpic.twitter.com/Um7RpTbcfN — NBC Sports (@NBCSports) February 22, 2018 Monique Lamoureux skoraði annað marka bandaríska liðsins í leiknum sjálfum en það var tvíburasystir hennar Jocelyne sem tryggði sigurinn í bráðabananum með mögnuðu marki. Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru teknar í viðtal hjá NBC eftir leikinn og þar var Monique Lamoureux búin að finna nafn á sigurmark systur sinnar. Hún kallaði það „Oops!... I Did It Again“ eftir einu frægasta lagi söngkonunnar Britney Spears en Jocelyne hafi nefnilega skorað svipað mark í leik á móti rússneska liðinu fyrr í keppninni."Oops, I Did It Again" is the name of the move Jocelyne Lamoureux-Davidson used to make #TeamUSA golden again in women's hockey. https://t.co/p93CPWhKuUpic.twitter.com/WOGo9OSjcC — Sporting News (@sportingnews) February 22, 2018 Tvíburasysturnar eru fæddar árið 1989 og voru því ellefu ára þegar Britney Spears sló í gegn með laginu „Oops!... I Did It Again“ árið 2000. Jocelyne og Monique Lamoureux voru báðar í silfurliðum Bandaríkjanna á síðustu tveimur Ólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og voru því búnar að bíða lengi eftir að fá loksins gullið um hálsinn. Þær hafa aftur á móti unnið sex heimsmeistaratitla saman.“The last shootout against Canada, I looked like an idiot,” Jocelyne Lamoureux-Davidson says, explaining why she worked hard to get better. #USAvsCANpic.twitter.com/kqtDKgtOpf — Bill Chappell (@publicbill) February 22, 2018 Þær töluðu líka um að hafa unnið markvisst að því að bæta sig í vítakeppni en Jocelyne viðurkenndi að hún hafi litið út eins og algjör fífl í síðustu vítakeppni á móti Kanada eins og sjá má hér fyrir ofan.U.S. women as good as gold https://t.co/PzrcVY1x1lpic.twitter.com/mpJVuUkKfv — New York Post Sports (@nypostsports) February 22, 2018Jocelyne Lamoureux played with Shannon Szabados' heart, scoring the gold medal-winning goal by using a move called "Oops, I did it again." https://t.co/oHY4zJ6c2opic.twitter.com/KJHRJTqO2U — USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 22, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru konurnar á bak við langþráðan sigur bandaríska íshokkílandsliðsins á Ólympíuleikunum en Bandaríkin unnu gull á ÓL í PyeongChang í morgun. Bandaríska liðið var búið að tapa úrslitaleiknum á tveimur Ólympíuleikjum í röð og hafði ekki náð að vinna gullið eftirsótta í tuttugu ár. Bandaríska liðið vann hinsvegar 3-2 sigur á Kanada í úrslitaleiknum en leikurinn fór alla leið í bráðabana í vítakeppni.VIDEO: Jocelyne Lamoureux-Davidson's deke named after @britneyspears song #TeamUSA#Olympics#BestofUShttps://t.co/ebDWYFwa8Bpic.twitter.com/Um7RpTbcfN — NBC Sports (@NBCSports) February 22, 2018 Monique Lamoureux skoraði annað marka bandaríska liðsins í leiknum sjálfum en það var tvíburasystir hennar Jocelyne sem tryggði sigurinn í bráðabananum með mögnuðu marki. Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru teknar í viðtal hjá NBC eftir leikinn og þar var Monique Lamoureux búin að finna nafn á sigurmark systur sinnar. Hún kallaði það „Oops!... I Did It Again“ eftir einu frægasta lagi söngkonunnar Britney Spears en Jocelyne hafi nefnilega skorað svipað mark í leik á móti rússneska liðinu fyrr í keppninni."Oops, I Did It Again" is the name of the move Jocelyne Lamoureux-Davidson used to make #TeamUSA golden again in women's hockey. https://t.co/p93CPWhKuUpic.twitter.com/WOGo9OSjcC — Sporting News (@sportingnews) February 22, 2018 Tvíburasysturnar eru fæddar árið 1989 og voru því ellefu ára þegar Britney Spears sló í gegn með laginu „Oops!... I Did It Again“ árið 2000. Jocelyne og Monique Lamoureux voru báðar í silfurliðum Bandaríkjanna á síðustu tveimur Ólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og voru því búnar að bíða lengi eftir að fá loksins gullið um hálsinn. Þær hafa aftur á móti unnið sex heimsmeistaratitla saman.“The last shootout against Canada, I looked like an idiot,” Jocelyne Lamoureux-Davidson says, explaining why she worked hard to get better. #USAvsCANpic.twitter.com/kqtDKgtOpf — Bill Chappell (@publicbill) February 22, 2018 Þær töluðu líka um að hafa unnið markvisst að því að bæta sig í vítakeppni en Jocelyne viðurkenndi að hún hafi litið út eins og algjör fífl í síðustu vítakeppni á móti Kanada eins og sjá má hér fyrir ofan.U.S. women as good as gold https://t.co/PzrcVY1x1lpic.twitter.com/mpJVuUkKfv — New York Post Sports (@nypostsports) February 22, 2018Jocelyne Lamoureux played with Shannon Szabados' heart, scoring the gold medal-winning goal by using a move called "Oops, I did it again." https://t.co/oHY4zJ6c2opic.twitter.com/KJHRJTqO2U — USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 22, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira