Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 23:45 Trump hlýddi á nemendur frá framhaldsskólanum þar sem sautján nemendur voru myrtir í síðustu viku. Vísir/AFP Ef kennarar væru vopnaðir skotvopnum gætu þeir stöðvað skotárásir í skólum fljótt. Þetta var hugmynd sem Donald Trump Bandaríkjaforseti velti upp á fundi með nemendum sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída og foreldrum unglinga sem voru myrtir í Hvíta húsinu í dag. „Ef þú værir með kennara sem væri laginn með skotvopn, þá gæti vel verið að það myndi stöðva árásir mjög snögglega,“ sagði Trump en viðurkenndi að slík hugmynd yrði umdeild, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta húsið bauð nemendum frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída til fundar þar í dag. Sautján manns voru skotnir til bana þegar fyrrverandi nemandi gekk berserksgang þar á miðvikudag í síðustu viku. Fundinum var lýst sem „áheyrnarfundi“ til að Trump gæti hlustað á það sem eftirlifendurnir hefðu fram að færa. Vísaði Trump einnig til íþróttakennara sem lét lífið þegar hann reyndi að verja nemendur fyrir skothríðinni. „Ef hann hefði verið með skotvopn hefði hann ekki þurft að flýja, hann hefði skotið og það hefði bundið enda á þetta,“ sagði forsetinn, að sögn Politico.President Trump: "It's called concealed carry."Watch full video of President Trump meeting with Marjory Stoneman Douglas High School students, parents, teachers and officials here: https://t.co/PTvTbB8sUn pic.twitter.com/mC1XsKoWuY— CSPAN (@cspan) February 21, 2018 Lofaði að herða bakgrunnseftirlitNemendurnir og foreldarnir hvöttu forsetann eindregið til að koma í veg fyrir harmleikir af þessu tagi endurtaki sig í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki hvernig ég get farið inn í búð og keypt stríðstól, hríðskotabyssu,“ sagði Sam Zeif, átján ára nemandi við skólann sem lýsti grátandi skilaboðum sem hann sendi fjölskyldu sinni á meðan skotárásin var í gangi. Trump lofaði nemendunum að beita sér af hörku fyrir hertu bakgrunnseftirliti með byssukaupendum og í geðheilbrigðismálum. „Þetta verður ekki bara tal eins og hefur gerst í fortíðinni,“ sagði Trump. Óljóst er þó hvort að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu á sama máli. Flokkurinn hefur barist ötullega gegn hertri löggjöf um skotvopn undanfarin ár. Repúblikanar á ríkisþingi Flórída komu í veg fyrir að frumvarp um bann við hríðskotarifflum yrði sett á dagskrá þingsins í gær. Þess í stað hefur menntamálanefnd öldungadeildar þingsins lagt til að vopnaðir lögreglumenn verði í öllum skólum í ríkinu. AP-fréttastofan sagði frá því nú í kvöld að fulltrúar sýslumannsins í Broward-sýslu þar sem skotárásin var framin í síðustu viku muni hér eftir bera riffla á skólalóðum í sýslunni.BREAKING: Sheriff: Deputies to begin carrying rifles on school grounds in Florida county where shooter killed 17.— The Associated Press (@AP) February 21, 2018 Punktar sem Trump hafði með sér á blaði á fundinum með nemendunum og foreldrunum hafa einnig vakið nokkra athygli. Þannig var minnispunktur forsetans númer fimm „Ég heyri hvað þú ert að segja“.President Donald Trump holds notes during a White House listening session with students and parents affected by school shootings. (AP Photo by Carolyn Kaster) pic.twitter.com/Z0lZbSVaoF— AP Politics (@AP_Politics) February 21, 2018 Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Ef kennarar væru vopnaðir skotvopnum gætu þeir stöðvað skotárásir í skólum fljótt. Þetta var hugmynd sem Donald Trump Bandaríkjaforseti velti upp á fundi með nemendum sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída og foreldrum unglinga sem voru myrtir í Hvíta húsinu í dag. „Ef þú værir með kennara sem væri laginn með skotvopn, þá gæti vel verið að það myndi stöðva árásir mjög snögglega,“ sagði Trump en viðurkenndi að slík hugmynd yrði umdeild, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta húsið bauð nemendum frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída til fundar þar í dag. Sautján manns voru skotnir til bana þegar fyrrverandi nemandi gekk berserksgang þar á miðvikudag í síðustu viku. Fundinum var lýst sem „áheyrnarfundi“ til að Trump gæti hlustað á það sem eftirlifendurnir hefðu fram að færa. Vísaði Trump einnig til íþróttakennara sem lét lífið þegar hann reyndi að verja nemendur fyrir skothríðinni. „Ef hann hefði verið með skotvopn hefði hann ekki þurft að flýja, hann hefði skotið og það hefði bundið enda á þetta,“ sagði forsetinn, að sögn Politico.President Trump: "It's called concealed carry."Watch full video of President Trump meeting with Marjory Stoneman Douglas High School students, parents, teachers and officials here: https://t.co/PTvTbB8sUn pic.twitter.com/mC1XsKoWuY— CSPAN (@cspan) February 21, 2018 Lofaði að herða bakgrunnseftirlitNemendurnir og foreldarnir hvöttu forsetann eindregið til að koma í veg fyrir harmleikir af þessu tagi endurtaki sig í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki hvernig ég get farið inn í búð og keypt stríðstól, hríðskotabyssu,“ sagði Sam Zeif, átján ára nemandi við skólann sem lýsti grátandi skilaboðum sem hann sendi fjölskyldu sinni á meðan skotárásin var í gangi. Trump lofaði nemendunum að beita sér af hörku fyrir hertu bakgrunnseftirliti með byssukaupendum og í geðheilbrigðismálum. „Þetta verður ekki bara tal eins og hefur gerst í fortíðinni,“ sagði Trump. Óljóst er þó hvort að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu á sama máli. Flokkurinn hefur barist ötullega gegn hertri löggjöf um skotvopn undanfarin ár. Repúblikanar á ríkisþingi Flórída komu í veg fyrir að frumvarp um bann við hríðskotarifflum yrði sett á dagskrá þingsins í gær. Þess í stað hefur menntamálanefnd öldungadeildar þingsins lagt til að vopnaðir lögreglumenn verði í öllum skólum í ríkinu. AP-fréttastofan sagði frá því nú í kvöld að fulltrúar sýslumannsins í Broward-sýslu þar sem skotárásin var framin í síðustu viku muni hér eftir bera riffla á skólalóðum í sýslunni.BREAKING: Sheriff: Deputies to begin carrying rifles on school grounds in Florida county where shooter killed 17.— The Associated Press (@AP) February 21, 2018 Punktar sem Trump hafði með sér á blaði á fundinum með nemendunum og foreldrunum hafa einnig vakið nokkra athygli. Þannig var minnispunktur forsetans númer fimm „Ég heyri hvað þú ert að segja“.President Donald Trump holds notes during a White House listening session with students and parents affected by school shootings. (AP Photo by Carolyn Kaster) pic.twitter.com/Z0lZbSVaoF— AP Politics (@AP_Politics) February 21, 2018
Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21