Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10