Lindsay Vonn kom grátandi í viðtal: „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2018 15:58 Barist við tárin. skjáskot Bandaríska skíðadrottningin Lindsay Vonn er eins mannleg og íþróttastjörnur gerast. Ef henni líður vel brosir hún sínu breiðasta en ef eitthvað bjátar á grætur hún hvort sem myndavélar eru fyrir framan hana eða ekki. Vonn tókst ekki að vinna gull í sinni bestu grein, bruni, á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt en hún þurfti að sætta sig við bronsið. Hún skíðaði til minningar um afa sinn sem lést skömmu fyrir leikana en hún ætlaði að vinna gullið fyrir hann. Vonn þurfti að mæta í viðtal á Eurosport skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og má segja að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði. Hún mætti í tárum í viðtalið en komst í gegnum það eins og henni einni er lagið. „Mér fannst ég skíða vel. Nógu vel til að ná verðlaunum. Ég gerði mitt besta en það var ekki nóg. Ég er stolt af frammistöðunni og því að vinna til verðlauna,“ sagði Vonn sem var sérstaklega ánægð með að norska vinkona sín Ragnhild Mowvincel vann silfur. „Ragna er frábær skíðakona og hún hefur verið virkilega öflug síðustu vikur. Það var æðislegt að sjá hana fá silfur í stórsviginu og bruninu. Hún er ein sú viðkunnalegasta á mótaröðinni þannig ég samgleðst með henni,“ sagði Vonn sem veit ekki hvort hún keppir aftur á ÓL. „Fyrir fjórum árum var ég nýkomin úr aðgerð eftir annað krossbandsslit. Ég er ánægð með árangurinn í ár en ég vil alltaf vinna. Maður þarf samt alltaf að líta á stóru myndina. Ég hef gengið í gegnum ýmisegt en er stolt að hafa gert mitt besta,“ sagði Lindsay Vonn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólympíuleikar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsay Vonn er eins mannleg og íþróttastjörnur gerast. Ef henni líður vel brosir hún sínu breiðasta en ef eitthvað bjátar á grætur hún hvort sem myndavélar eru fyrir framan hana eða ekki. Vonn tókst ekki að vinna gull í sinni bestu grein, bruni, á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt en hún þurfti að sætta sig við bronsið. Hún skíðaði til minningar um afa sinn sem lést skömmu fyrir leikana en hún ætlaði að vinna gullið fyrir hann. Vonn þurfti að mæta í viðtal á Eurosport skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og má segja að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði. Hún mætti í tárum í viðtalið en komst í gegnum það eins og henni einni er lagið. „Mér fannst ég skíða vel. Nógu vel til að ná verðlaunum. Ég gerði mitt besta en það var ekki nóg. Ég er stolt af frammistöðunni og því að vinna til verðlauna,“ sagði Vonn sem var sérstaklega ánægð með að norska vinkona sín Ragnhild Mowvincel vann silfur. „Ragna er frábær skíðakona og hún hefur verið virkilega öflug síðustu vikur. Það var æðislegt að sjá hana fá silfur í stórsviginu og bruninu. Hún er ein sú viðkunnalegasta á mótaröðinni þannig ég samgleðst með henni,“ sagði Vonn sem veit ekki hvort hún keppir aftur á ÓL. „Fyrir fjórum árum var ég nýkomin úr aðgerð eftir annað krossbandsslit. Ég er ánægð með árangurinn í ár en ég vil alltaf vinna. Maður þarf samt alltaf að líta á stóru myndina. Ég hef gengið í gegnum ýmisegt en er stolt að hafa gert mitt besta,“ sagði Lindsay Vonn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira