Stjórnarandstaðan undrast málafæð ríkisstjórnarinnar og rekur á eftir samgönguáætlun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 18:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira