Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 16:32 Áskorunin var afhent forsætisráðherra fyrr í dag. Vísir/Hanna Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00