Brestur markastíflan hjá Messi gegn Chelsea loksins í kvöld? Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. febrúar 2018 07:30 Lionel Messi hefur ekki gengið vel á móti Chelsea í gegnum árin. vísir/getty Einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, leiðir sína menn út á Stamford Bridge í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi ótrúlegi markahrókur hefur hrellt öll lið Evrópu, nema Chelsea sem virðist alltaf eiga lausnir til að stöðva hann. Útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld þegar 16-liða úrslitin fara af stað á ný en ein stærsta viðureign umferðarinnar er þegar Chelsea og Barcelona mætast og fer fyrri leikurinn fram í Lundúnum. Er þetta í tíunda skiptið sem Lionel Messi leikur gegn Chelsea í þessari sterkustu deild Evrópu en það magnaða er að honum hefur ekki enn tekist að skora mark í þessum leikjum. Aðeins einn leikur hefur unnist en sá sigur kom fyrir tólf árum.Þrír stjórar, engin mörk Þrátt fyrir að Chelsea hafi haft þrjá mismunandi knattspyrnustjóra í leikjunum tíu hafa þeir allir átt svör gegn þessum mikla markahrók sem hefur skorað 534 mörk í 620 leikjum fyrir Börsunga. Kom besta færi hans til að skora hjá Chelsea þegar þessi lið mættust í undanúrslitum þessarar keppni fyrir sex árum en vítaspyrna hans fór í slána. Það reyndist Börsungum dýrkeypt þar sem Fernando Torres sendi Chelsea í úrslitaleikinn með marki í uppbótartíma sem leiddi til fyrsta og eina Meistaradeildartitils félagsins.Gengið vel gegn öðrum enskum Messi hefur gengið vel gegn öðrum enskum liðum. Í sextán leikjum gegn Arsenal og Manchester-liðunum tveimur hefur hann unnið ellefu leiki og skorað sautján mörk en Chelsea virðist alltaf eiga lausn gegn honum. Messi hefur ekki skorað á 665 mínútum gegn enska félaginu en fær nú 180 mínútur til viðbótar til að brjóta ísinn gegn Chelsea.Courtois með númerið hjá Messi Messi átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram hjá Petr Cech er hann lék með Chelsea en þetta er í fyrsta skiptið sem hann mætir enska félaginu með Thibaut Courtois í markinu. Framan af virtist Messi vera martröð fyrir Courtois er hann skoraði sex af ellefu mörkum Barcelona í aðeins þremur leikjum gegn Courtois þegar hann var hjá Atletico Madrid í láni. Þá virtist Courtois finna töfralausnina þar sem Messi mistókst í næstu átta tilraunum að skora fram hjá belgíska markverðinum hjá Barcelona og með argentínska landsliðinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, leiðir sína menn út á Stamford Bridge í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi ótrúlegi markahrókur hefur hrellt öll lið Evrópu, nema Chelsea sem virðist alltaf eiga lausnir til að stöðva hann. Útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld þegar 16-liða úrslitin fara af stað á ný en ein stærsta viðureign umferðarinnar er þegar Chelsea og Barcelona mætast og fer fyrri leikurinn fram í Lundúnum. Er þetta í tíunda skiptið sem Lionel Messi leikur gegn Chelsea í þessari sterkustu deild Evrópu en það magnaða er að honum hefur ekki enn tekist að skora mark í þessum leikjum. Aðeins einn leikur hefur unnist en sá sigur kom fyrir tólf árum.Þrír stjórar, engin mörk Þrátt fyrir að Chelsea hafi haft þrjá mismunandi knattspyrnustjóra í leikjunum tíu hafa þeir allir átt svör gegn þessum mikla markahrók sem hefur skorað 534 mörk í 620 leikjum fyrir Börsunga. Kom besta færi hans til að skora hjá Chelsea þegar þessi lið mættust í undanúrslitum þessarar keppni fyrir sex árum en vítaspyrna hans fór í slána. Það reyndist Börsungum dýrkeypt þar sem Fernando Torres sendi Chelsea í úrslitaleikinn með marki í uppbótartíma sem leiddi til fyrsta og eina Meistaradeildartitils félagsins.Gengið vel gegn öðrum enskum Messi hefur gengið vel gegn öðrum enskum liðum. Í sextán leikjum gegn Arsenal og Manchester-liðunum tveimur hefur hann unnið ellefu leiki og skorað sautján mörk en Chelsea virðist alltaf eiga lausn gegn honum. Messi hefur ekki skorað á 665 mínútum gegn enska félaginu en fær nú 180 mínútur til viðbótar til að brjóta ísinn gegn Chelsea.Courtois með númerið hjá Messi Messi átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram hjá Petr Cech er hann lék með Chelsea en þetta er í fyrsta skiptið sem hann mætir enska félaginu með Thibaut Courtois í markinu. Framan af virtist Messi vera martröð fyrir Courtois er hann skoraði sex af ellefu mörkum Barcelona í aðeins þremur leikjum gegn Courtois þegar hann var hjá Atletico Madrid í láni. Þá virtist Courtois finna töfralausnina þar sem Messi mistókst í næstu átta tilraunum að skora fram hjá belgíska markverðinum hjá Barcelona og með argentínska landsliðinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira