Stormar í vatnsglösum Haukur Örn Birgisson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Einn stjórnmálaflokkur gefur sig út fyrir að vera lýðræðislegri en aðrir og ástunda vandaðri vinnubrögð en gengur og gerist í íslenskri pólitík. Það er flokkur Pírata. Flokkurinn gerir ríkar kröfur – í það minnsta til annarra – og útilokar gjarnan samstarf við þá sem ekki uppfylla þessar kröfur. Þetta, ásamt öðru, hefur valdið nokkrum vandræðagangi við myndun ríkisstjórna á Íslandi undanfarin ár, enda gerir íslenskt lýðræðisfyrirkomulag beinlínis ráð fyrir því að ólíkir stjórnmálaflokkar vinni saman. Nú hefur fulltrúi Pírata í borgarstjórn gengið skrefinu lengra. Í tilefni af algjöru smámáli um setu Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjóra með þingmönnum hefur Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gert skriflega kröfu um að forsætisráðherra landsins tjái sig opinberlega um málið og að utanríkisráðherrann biðjist afsökunar á framferði sínu á fundinum. Verði ráðherrarnir tveir ekki við kröfum borgarfulltrúans mun hann ekki mæta á fleiri fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það munar ekki um það. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna má prísa sig sælan að hafa sloppið við afarkosti borgarfulltrúans. Svona dramatískar yfirlýsingar af litlu tilefni hljóta á endanum að einangra þá stjórnmálamenn sem þær gefa og vekja upp spurningar hvort fólkið sem svona starfar geti nokkuð gengið að því vísu að aðrir vilji starfa með þeim sjálfum. Búmerangið kemur að lokum í hnakkann á þeim. Það er einkenni frjáls og opins lýðræðisþjóðfélags að þar takast menn á og eru ósammála um markmið, leiðir og vinnubrögð. Sá sem sífellt hneykslast eða móðgast og lætur ágreininginn ekki aðeins koma í veg fyrir samstarf heldur einnig samtal, vinnur lýðræðinu ekki gagn heldur ógagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Einn stjórnmálaflokkur gefur sig út fyrir að vera lýðræðislegri en aðrir og ástunda vandaðri vinnubrögð en gengur og gerist í íslenskri pólitík. Það er flokkur Pírata. Flokkurinn gerir ríkar kröfur – í það minnsta til annarra – og útilokar gjarnan samstarf við þá sem ekki uppfylla þessar kröfur. Þetta, ásamt öðru, hefur valdið nokkrum vandræðagangi við myndun ríkisstjórna á Íslandi undanfarin ár, enda gerir íslenskt lýðræðisfyrirkomulag beinlínis ráð fyrir því að ólíkir stjórnmálaflokkar vinni saman. Nú hefur fulltrúi Pírata í borgarstjórn gengið skrefinu lengra. Í tilefni af algjöru smámáli um setu Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjóra með þingmönnum hefur Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gert skriflega kröfu um að forsætisráðherra landsins tjái sig opinberlega um málið og að utanríkisráðherrann biðjist afsökunar á framferði sínu á fundinum. Verði ráðherrarnir tveir ekki við kröfum borgarfulltrúans mun hann ekki mæta á fleiri fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það munar ekki um það. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna má prísa sig sælan að hafa sloppið við afarkosti borgarfulltrúans. Svona dramatískar yfirlýsingar af litlu tilefni hljóta á endanum að einangra þá stjórnmálamenn sem þær gefa og vekja upp spurningar hvort fólkið sem svona starfar geti nokkuð gengið að því vísu að aðrir vilji starfa með þeim sjálfum. Búmerangið kemur að lokum í hnakkann á þeim. Það er einkenni frjáls og opins lýðræðisþjóðfélags að þar takast menn á og eru ósammála um markmið, leiðir og vinnubrögð. Sá sem sífellt hneykslast eða móðgast og lætur ágreininginn ekki aðeins koma í veg fyrir samstarf heldur einnig samtal, vinnur lýðræðinu ekki gagn heldur ógagn.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar