Umfjöllun og viðtöl: Haukar 85 - 73 Snæfell: Haukakonur unnu þrettánda leikinn í röð Skúli Arnarson skrifar 10. mars 2018 15:45 Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka. vísir/ernir Það fór fram hörkuleikur í Schenker Höllinni í dag þegar Haukar lögðu Snæfellinga af velli með 85 stigum gegn 73 stigum í 24. umferð Dominos deildar kvenna. Leikurinn var æsispennandi allan tímann en Haukarnir sigldu fram úr í fjórða leikhluta og unnu nokkuð þæginlega sigur. Sigurinn var gífurlega mikilvægur fyrir Hauka í titilbaráttunni. Haukar sitja í efsta sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Valskonum. Valskonur eiga þó leik til góða. Þessi tvo lið mætast í næstu umferð. Haukarnir byrjuðu talsvert betur og voru með 7 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta en þá hrukku Snæfell heldur betur í gang og byrjuðu 2.leikhlutann á því að hitta úr þremur þriggja stiga körfum á fyrstu einni og hálfri mínútunni. Einnig léku þær frábæra vörn og áttu Haukastelpur engin svör. Snæfell unnu 2.leikhlutann 11-23 og voru yfir, 34-39 í hálfleik. Mjög verðskulduð forysta. Seinni hálfleikur fór rólega af stað og skiptust liðin á að tapa boltanum. Haukar náðu snemma að jafna og skiptust liðin á að hafa forystu það sem eftir lifði af 3.leikhluta. Að honum loknum voru Snæfell með þriggja stiga forskot, 54-57. Haukarnir fóru í maður á mann vörn seint í þriðja leikhluta og héldu þeirri vörn áfram í fjórða leikhluta með góðum árangri. Þær fóru að vinna boltann í sífellu og fengu þar af leiðandi auðveldar körfur hinumeginn á vellinum. Snæfellingar voru aðeins með sjö á skýrslu í dag og leit út fyrir að það væri komin talsverð þreyta í liðið þegar leið á 4.leikhluta. Haukarnir sigldu sigrinum þæginlega heim á lokamínútunum.Afhverju unnu Haukar? Haukar sýndu einfaldlega muninn á gæðunum í leikmannahópum liðanna í lok leiks. Helena steig upp og var frábær í seinni hálfleik og skoraði mjög mikilvæg stig. Einnig var eins og það væri komin talsverð þreyta í Snæfellsliðið eftir að hafa spilað frábæra þrjá leikhluta. Maður á mann vörnin hjá Haukum í lokin virkaði fullkomlega og stálu þær hverjum boltanum á fætur öðrum í fjórða leikhluta.Hverjar stóðu upp úr? Fyrir Hauka var Helena Sverrisdóttir frábær í seinni hálfleik eftir frekar slakan fyrri hálfleik, þar sem hún var einungis með 6 stig. Hún endaði leikinn með 21 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar. Whitney Frazier var góð eins og í síðustu leikjum og skoraði 30 stig í leiknum úr aðeins 20 skotum. Þóra Kristín Jónsdóttir var einnig mjög góð í seinni hálfleik og skoraði 15 stig, tók 5 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Í liði Snæfells var Kristen McCarthy mjög góð með 32 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Það var rosalega mikið um tapaða bolta hjá báðum liðum í leiknum. Haukar töpuðu boltanum mikið í fyrstu þrem leikhlutunum og Snæfell tóku við af þeim í þeim fjórða leikhluta. Saman voru töpuðu boltarnir í leiknum 39 sem verður að teljast frekar mikið.Hvað gerist næst? Haukar mæta eins og áður segir Val í næstu umferð og verður mikið undir í þeim leik. Draumurinn um að komast í úrslitakeppnina er nánast úr sögunni fyrir Snæfell eftir þetta tap, en þær mæta Njarðvík í næsta leik sem hafa ekki enn náð að krækja í sigur í deildinni.„Tvö stig það eina sem stendur upp úr“ Ingvar Þór, þjálfari Hauka, var ekki ánægður með spilamennsku síns liðs í dag og sagði að það eina sem stæði upp úr í leiknum væru þessi tvö stig sem Haukar fengu. „Mér fannst við vera slakar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vantaði stemningu og baráttu hjá okkur.“Haukar áttu í vandræðum með svæðisvörn Snæfells í leiknum sem vann boltann af þeim 18 sinnum í leiknum en Ingvar sagði að svæðisvörnin hefði alls ekki komið sér á óvart. „Við vissum að þær myndu spila svæðisvörn, við lentum í svæðisvörn á móti Njarðvík í síðasta leik svo við vorum alveg undirbúin undir þetta og mér fannst það ekki vera svæðisvörnin sem var að koma okkur í vandræði. Mér fannst hausinn á okkur bara ekki vera klár í þetta.“Ingvar var ánægður með vörnina sem Haukarnir spiluðu í lokin, en þá fóru Haukarnir að pressa á Snæfellingana. „Við fórum aðeins að pressa á þær í lokin og kom aðeins meira spirit í okkur.“ „Það vita það allir að Helena er langbesti leikmaðurinn í þessari deild og það er frábært að vera með hana í liðinu. Þóra Kristín var einnig frábær í seinni hálfleik eftir að hafa verið mjög slök í fyrri hálfleik eins og eiginlega flestallir.“ Sagði Ingvar aðspurður hversu mikilvægt það væri að hafa leikmann eins og Helenu í liðinu.Haukar eiga Val í næstu umferð og Ingvar segir að liðið þurfi að spila mun betur í þeim leik heldur en í þessum. „Við getum ekki bara spilað 10 mínútur í þeim leik, við verðum að mæta alveg 100% í þann leik.“ „Við töpuðum þessum leik bara á fráköstum og töpuðum boltum.“ Sagði Ingi Þór þjálfari Snæfells. Hann óskaði eftir frákastara í sínu liði. Ingi var þokkalega ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik en sagði að það væri erfitt að vinna leik þegar hitt liðið fær marga sénsa í hverri sókn. „Þær máttu alveg fá opin skot afþví að hittu ekki ömmu sína í jólaboði, það voru sóknarfráköstin sem að kláraði þetta“Hann vildi ekki meina að það að spila bara með sjö leikmenn á skýrslu væri einhver afsökun fyrir því að tapa leiknum í dag. „Það er engin afsökun, það eru lið sem eru að spila bara með 7-8 menn í róteringu svo það er engin afsökun.“„Ég sagði Ingvari bara að öskra sjálf“ „Mér fannst við voða andlausar og flatar í fyrri hálfleik og voru bara fúlar með sjálfar okkur í hálfleik en ræddum um það í hálfleik að við þyrftum bara að spila betur í seinni hálfleik og sem betur fer þá gekk það.“ Sagði Helena Sverrisdóttir, besti leikmaður Hauka í dag.Haukar komu betur út í seinni hálfleikinn eftir ræðu frá Ingvari. „Ég sagði Ingvari bara að öskra aðeins á okkur, stundum þarf það bara.“Helena hrósaði Snæfellsliðinu eftir leik. „Snæfell eru með flott lið þó að þær hafi verið vængbrotnar í dag og við þurftum að hafa soldið fyrir þessu.“ „Við áttum fínan seinni hálfleik sem bjargaði okkur í dag en við vitum alveg að á móti Val þurfum við að vera tilbúnar og spila allar 40 mínúturnar.“ Sagði Helena um leikinn sem Haukar eiga við Val í næstu umferð. Dominos-deild kvenna
Það fór fram hörkuleikur í Schenker Höllinni í dag þegar Haukar lögðu Snæfellinga af velli með 85 stigum gegn 73 stigum í 24. umferð Dominos deildar kvenna. Leikurinn var æsispennandi allan tímann en Haukarnir sigldu fram úr í fjórða leikhluta og unnu nokkuð þæginlega sigur. Sigurinn var gífurlega mikilvægur fyrir Hauka í titilbaráttunni. Haukar sitja í efsta sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Valskonum. Valskonur eiga þó leik til góða. Þessi tvo lið mætast í næstu umferð. Haukarnir byrjuðu talsvert betur og voru með 7 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta en þá hrukku Snæfell heldur betur í gang og byrjuðu 2.leikhlutann á því að hitta úr þremur þriggja stiga körfum á fyrstu einni og hálfri mínútunni. Einnig léku þær frábæra vörn og áttu Haukastelpur engin svör. Snæfell unnu 2.leikhlutann 11-23 og voru yfir, 34-39 í hálfleik. Mjög verðskulduð forysta. Seinni hálfleikur fór rólega af stað og skiptust liðin á að tapa boltanum. Haukar náðu snemma að jafna og skiptust liðin á að hafa forystu það sem eftir lifði af 3.leikhluta. Að honum loknum voru Snæfell með þriggja stiga forskot, 54-57. Haukarnir fóru í maður á mann vörn seint í þriðja leikhluta og héldu þeirri vörn áfram í fjórða leikhluta með góðum árangri. Þær fóru að vinna boltann í sífellu og fengu þar af leiðandi auðveldar körfur hinumeginn á vellinum. Snæfellingar voru aðeins með sjö á skýrslu í dag og leit út fyrir að það væri komin talsverð þreyta í liðið þegar leið á 4.leikhluta. Haukarnir sigldu sigrinum þæginlega heim á lokamínútunum.Afhverju unnu Haukar? Haukar sýndu einfaldlega muninn á gæðunum í leikmannahópum liðanna í lok leiks. Helena steig upp og var frábær í seinni hálfleik og skoraði mjög mikilvæg stig. Einnig var eins og það væri komin talsverð þreyta í Snæfellsliðið eftir að hafa spilað frábæra þrjá leikhluta. Maður á mann vörnin hjá Haukum í lokin virkaði fullkomlega og stálu þær hverjum boltanum á fætur öðrum í fjórða leikhluta.Hverjar stóðu upp úr? Fyrir Hauka var Helena Sverrisdóttir frábær í seinni hálfleik eftir frekar slakan fyrri hálfleik, þar sem hún var einungis með 6 stig. Hún endaði leikinn með 21 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar. Whitney Frazier var góð eins og í síðustu leikjum og skoraði 30 stig í leiknum úr aðeins 20 skotum. Þóra Kristín Jónsdóttir var einnig mjög góð í seinni hálfleik og skoraði 15 stig, tók 5 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Í liði Snæfells var Kristen McCarthy mjög góð með 32 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Það var rosalega mikið um tapaða bolta hjá báðum liðum í leiknum. Haukar töpuðu boltanum mikið í fyrstu þrem leikhlutunum og Snæfell tóku við af þeim í þeim fjórða leikhluta. Saman voru töpuðu boltarnir í leiknum 39 sem verður að teljast frekar mikið.Hvað gerist næst? Haukar mæta eins og áður segir Val í næstu umferð og verður mikið undir í þeim leik. Draumurinn um að komast í úrslitakeppnina er nánast úr sögunni fyrir Snæfell eftir þetta tap, en þær mæta Njarðvík í næsta leik sem hafa ekki enn náð að krækja í sigur í deildinni.„Tvö stig það eina sem stendur upp úr“ Ingvar Þór, þjálfari Hauka, var ekki ánægður með spilamennsku síns liðs í dag og sagði að það eina sem stæði upp úr í leiknum væru þessi tvö stig sem Haukar fengu. „Mér fannst við vera slakar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vantaði stemningu og baráttu hjá okkur.“Haukar áttu í vandræðum með svæðisvörn Snæfells í leiknum sem vann boltann af þeim 18 sinnum í leiknum en Ingvar sagði að svæðisvörnin hefði alls ekki komið sér á óvart. „Við vissum að þær myndu spila svæðisvörn, við lentum í svæðisvörn á móti Njarðvík í síðasta leik svo við vorum alveg undirbúin undir þetta og mér fannst það ekki vera svæðisvörnin sem var að koma okkur í vandræði. Mér fannst hausinn á okkur bara ekki vera klár í þetta.“Ingvar var ánægður með vörnina sem Haukarnir spiluðu í lokin, en þá fóru Haukarnir að pressa á Snæfellingana. „Við fórum aðeins að pressa á þær í lokin og kom aðeins meira spirit í okkur.“ „Það vita það allir að Helena er langbesti leikmaðurinn í þessari deild og það er frábært að vera með hana í liðinu. Þóra Kristín var einnig frábær í seinni hálfleik eftir að hafa verið mjög slök í fyrri hálfleik eins og eiginlega flestallir.“ Sagði Ingvar aðspurður hversu mikilvægt það væri að hafa leikmann eins og Helenu í liðinu.Haukar eiga Val í næstu umferð og Ingvar segir að liðið þurfi að spila mun betur í þeim leik heldur en í þessum. „Við getum ekki bara spilað 10 mínútur í þeim leik, við verðum að mæta alveg 100% í þann leik.“ „Við töpuðum þessum leik bara á fráköstum og töpuðum boltum.“ Sagði Ingi Þór þjálfari Snæfells. Hann óskaði eftir frákastara í sínu liði. Ingi var þokkalega ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik en sagði að það væri erfitt að vinna leik þegar hitt liðið fær marga sénsa í hverri sókn. „Þær máttu alveg fá opin skot afþví að hittu ekki ömmu sína í jólaboði, það voru sóknarfráköstin sem að kláraði þetta“Hann vildi ekki meina að það að spila bara með sjö leikmenn á skýrslu væri einhver afsökun fyrir því að tapa leiknum í dag. „Það er engin afsökun, það eru lið sem eru að spila bara með 7-8 menn í róteringu svo það er engin afsökun.“„Ég sagði Ingvari bara að öskra sjálf“ „Mér fannst við voða andlausar og flatar í fyrri hálfleik og voru bara fúlar með sjálfar okkur í hálfleik en ræddum um það í hálfleik að við þyrftum bara að spila betur í seinni hálfleik og sem betur fer þá gekk það.“ Sagði Helena Sverrisdóttir, besti leikmaður Hauka í dag.Haukar komu betur út í seinni hálfleikinn eftir ræðu frá Ingvari. „Ég sagði Ingvari bara að öskra aðeins á okkur, stundum þarf það bara.“Helena hrósaði Snæfellsliðinu eftir leik. „Snæfell eru með flott lið þó að þær hafi verið vængbrotnar í dag og við þurftum að hafa soldið fyrir þessu.“ „Við áttum fínan seinni hálfleik sem bjargaði okkur í dag en við vitum alveg að á móti Val þurfum við að vera tilbúnar og spila allar 40 mínúturnar.“ Sagði Helena um leikinn sem Haukar eiga við Val í næstu umferð.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti