Datt á 115 km/h en ætlar sér gull á ÓL í PyeongChang Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2018 13:00 Wild skíðar um 2-3 metra á undan Knight í appelsínugulri úlpu sem hún greinir stundum. Hann talar svo við hana í gegnum blutetooth heyrnartól. vísir/getty Hin 19 ára gamla breska skíðakona Millie Knight er ansi mögnuð. Þessi óttalausa, blinda stúlka er mætt á sína aðra Vetrarólympíuleika í Suður-Koreu og ætlar sér stóra hluti. Knight er aðeins með fimm prósent sjón. Sér tvo metra fram fyrir sig enn í móðu. Til þess að komast niður brekkuna þarf hún aðstoð leiðbeinanda síns, Brett Wild. Hann skíðar á undan henni í appelsínugulri úlpu svo á stundum nær hún aðeins að greina hvar hann er. Þau tala svo saman í gegnum bluetooth heyrnartól. Fyrir nokkrum mánuðum unnu þau fyrsta gull Breta í alpatvíkeppni blindra á HM. Það gull endaði þó með stórslysi þar sem Knight náði ekki að stöðva sig er hún kom í mark á 115 km/h. Hún klessti harkalega á og stórslasaði sig.Blóð út um allt „Ég sá strax hversu slæmt þetta var. Ég heyrði í henni öskra í eyranu á mér. Það var blóð út um allt og hún lá í snjónum eins og tuskudúkka eftir fallið,“ sagði Wild um þessa ömurlegu upplifun. Knight slapp ótrúlega vel. Þó svo blóðið hafi verið mikið fékk hún aðeins skurði og mar. Hún náði því til baka á keppnisstað fyrir verðlaunaafhendinguna. Fyrir rúmu ári síðan lenti Knight svo aftur í slysi og aftur datt hún eftir að hafa verið komin í gegnum endamarkið. Hún fékk þá heilahristing og eftir það glímdi hún við kvíða og fór að hætta að mæta í fjallið. Hún komst þó yfir það að lokum.Hér að neðan má sjá Knight á ÓL í Sotsjí.Alltaf óttalaus Foreldrar Knight segja að dóttir þeirra hafi alltaf verið óttalaus. Hún fór fyrst á skíði er hún var aðeins sex ára gömul. Mamma hennar setti hana á námskeið og sagði þjálfurunum ekki frá því að dóttir hennar væri blind. Stúlkan hlustaði bara vel á þjálfarana og náði einhvern veginn að skíða sig í gegnum þetta. Foreldrar hennar fóru svo margoft með hana í skíðaferðalög. Þau vildu að hún fengi að upplifa hraða því ekki kemur hún til með að hjóla eða keyra í lífinu. Árið 2013 komst hún í afrekshóp Breta og aðeins 15 ára gömil var Knight komin á ÓL í Sotsjí þar sem hún var fánaberi enda yngsti keppandi Breta frá upphafi á leikunum.Fann nýjan leiðbeinanda í hernum Eftir leikana í Sotsjí missti hún leiðbeinanda sinn og upphófst þá löng leit að nýjum leiðbeinanda. Hún prófaði átta leiðbeinendur en fann ekki tengingu. Þá var henni bent á ungan Skota, Brett Wild, sem var í breska sjóhernum en hafði alist upp á skíðum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma.Millie Knight í myndatöku fyrir leikana.vísir/gettyWild hafði aftur á móti engu reynslu af því að vera leiðbeinandi fyrir blinda. Hann var til í að prófa og þau náðu mjög vel saman. „Mér var tjáð að líf hennar væri í mínum höndum þar til hún væri farin úr skíðunum,“ sagði Wild sem fékk tveggja ára leyfi frá hernum til þess að aðstoða Knight. Sá tími rennur út fljótlega eftir leikana og því ætla þau að enda á toppnum í PyeongChang. Með gull um hálsinn. Lesa má meira um hina mögnuðu Knight í frábærri umfjöllun BBC. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Sjá meira
Hin 19 ára gamla breska skíðakona Millie Knight er ansi mögnuð. Þessi óttalausa, blinda stúlka er mætt á sína aðra Vetrarólympíuleika í Suður-Koreu og ætlar sér stóra hluti. Knight er aðeins með fimm prósent sjón. Sér tvo metra fram fyrir sig enn í móðu. Til þess að komast niður brekkuna þarf hún aðstoð leiðbeinanda síns, Brett Wild. Hann skíðar á undan henni í appelsínugulri úlpu svo á stundum nær hún aðeins að greina hvar hann er. Þau tala svo saman í gegnum bluetooth heyrnartól. Fyrir nokkrum mánuðum unnu þau fyrsta gull Breta í alpatvíkeppni blindra á HM. Það gull endaði þó með stórslysi þar sem Knight náði ekki að stöðva sig er hún kom í mark á 115 km/h. Hún klessti harkalega á og stórslasaði sig.Blóð út um allt „Ég sá strax hversu slæmt þetta var. Ég heyrði í henni öskra í eyranu á mér. Það var blóð út um allt og hún lá í snjónum eins og tuskudúkka eftir fallið,“ sagði Wild um þessa ömurlegu upplifun. Knight slapp ótrúlega vel. Þó svo blóðið hafi verið mikið fékk hún aðeins skurði og mar. Hún náði því til baka á keppnisstað fyrir verðlaunaafhendinguna. Fyrir rúmu ári síðan lenti Knight svo aftur í slysi og aftur datt hún eftir að hafa verið komin í gegnum endamarkið. Hún fékk þá heilahristing og eftir það glímdi hún við kvíða og fór að hætta að mæta í fjallið. Hún komst þó yfir það að lokum.Hér að neðan má sjá Knight á ÓL í Sotsjí.Alltaf óttalaus Foreldrar Knight segja að dóttir þeirra hafi alltaf verið óttalaus. Hún fór fyrst á skíði er hún var aðeins sex ára gömul. Mamma hennar setti hana á námskeið og sagði þjálfurunum ekki frá því að dóttir hennar væri blind. Stúlkan hlustaði bara vel á þjálfarana og náði einhvern veginn að skíða sig í gegnum þetta. Foreldrar hennar fóru svo margoft með hana í skíðaferðalög. Þau vildu að hún fengi að upplifa hraða því ekki kemur hún til með að hjóla eða keyra í lífinu. Árið 2013 komst hún í afrekshóp Breta og aðeins 15 ára gömil var Knight komin á ÓL í Sotsjí þar sem hún var fánaberi enda yngsti keppandi Breta frá upphafi á leikunum.Fann nýjan leiðbeinanda í hernum Eftir leikana í Sotsjí missti hún leiðbeinanda sinn og upphófst þá löng leit að nýjum leiðbeinanda. Hún prófaði átta leiðbeinendur en fann ekki tengingu. Þá var henni bent á ungan Skota, Brett Wild, sem var í breska sjóhernum en hafði alist upp á skíðum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma.Millie Knight í myndatöku fyrir leikana.vísir/gettyWild hafði aftur á móti engu reynslu af því að vera leiðbeinandi fyrir blinda. Hann var til í að prófa og þau náðu mjög vel saman. „Mér var tjáð að líf hennar væri í mínum höndum þar til hún væri farin úr skíðunum,“ sagði Wild sem fékk tveggja ára leyfi frá hernum til þess að aðstoða Knight. Sá tími rennur út fljótlega eftir leikana og því ætla þau að enda á toppnum í PyeongChang. Með gull um hálsinn. Lesa má meira um hina mögnuðu Knight í frábærri umfjöllun BBC.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Sjá meira