Wenger líkir liðinu sínu við boxara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2018 10:30 Arsenal menn fagna, Arsene Wenger og Rocky. Vísir/Samsett/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á AC Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Arsenal átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð sem hafði ekki gerst hjá Skyttunum síðan árið 1977. Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey skoruðu mörkin í fyrri hálfleik og Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn. „Þetta var mikilvægur sigur því þetta var martraðarvika,“ sagði Arsene Wenger en hann og liðið hafði fengið á sig harða gagnrýni eftir hvert tapið á fætur öðru. Arsene Wenger said his team was like a boxer struggling to get up after a knockdown in their Europa League win at AC Milan. Report https://t.co/NfhuuOnw32pic.twitter.com/aQ5cE5t7m4 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Þegar þú upplifir mikil vonbrigði þá ertu oft fljótur að gleyma því að þú hefur vissa hæfileika. Þú verður ekki lélegur leikmaður eða lélegt lið á einni viku. Ekkert er endanlegt í lífinu,“ sagði Wenger. „Þegar þú ert sleginn svona niður þá verður þetta svolítið eins og boxbardagi. Þú ert kominn hálfa leið niður og hefur ekki mikinn tíma til að jafna þig áður en næsta högg kemur. Þannig var þetta hjá okkur,“ sagði Wenger. „Á einhverjum tímapunkti þá veistu að þú þarft að svara. Stolt þitt og ástríðan fyrir að sýna þína hæfileika verður að brjótast í gegn,“ sagði Wenger.Before kick-off last night, Arsenal had arguably hit the lowest point of Arsene Wenger's 22-year reign. But a polished performance brought them victory over AC Milan. Reporthttps://t.co/mccQRitaoZpic.twitter.com/M9fxsz7tf0 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 Arsenal fékk á sig mikinn áfellisdóm eftir 3-0 tap fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins og margir tóku sig til og afskrifuðu karakter liðsins. „Fólk gleymir því stundum að til þess að komast alla leið í úrslitaleik á Englandi þá þarftu andlegan styrk og sterkan haus. Við töpuðum þessum úrslitaleik á móti liði sem er með yfirburði í enska fótboltanum eins og er. Við verðum að sætta okkur við það en það þýðir ekki að liðið hafi ekki öflugan liðsanda,“ sagði Wenger. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á AC Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Arsenal átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð sem hafði ekki gerst hjá Skyttunum síðan árið 1977. Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey skoruðu mörkin í fyrri hálfleik og Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn. „Þetta var mikilvægur sigur því þetta var martraðarvika,“ sagði Arsene Wenger en hann og liðið hafði fengið á sig harða gagnrýni eftir hvert tapið á fætur öðru. Arsene Wenger said his team was like a boxer struggling to get up after a knockdown in their Europa League win at AC Milan. Report https://t.co/NfhuuOnw32pic.twitter.com/aQ5cE5t7m4 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Þegar þú upplifir mikil vonbrigði þá ertu oft fljótur að gleyma því að þú hefur vissa hæfileika. Þú verður ekki lélegur leikmaður eða lélegt lið á einni viku. Ekkert er endanlegt í lífinu,“ sagði Wenger. „Þegar þú ert sleginn svona niður þá verður þetta svolítið eins og boxbardagi. Þú ert kominn hálfa leið niður og hefur ekki mikinn tíma til að jafna þig áður en næsta högg kemur. Þannig var þetta hjá okkur,“ sagði Wenger. „Á einhverjum tímapunkti þá veistu að þú þarft að svara. Stolt þitt og ástríðan fyrir að sýna þína hæfileika verður að brjótast í gegn,“ sagði Wenger.Before kick-off last night, Arsenal had arguably hit the lowest point of Arsene Wenger's 22-year reign. But a polished performance brought them victory over AC Milan. Reporthttps://t.co/mccQRitaoZpic.twitter.com/M9fxsz7tf0 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 Arsenal fékk á sig mikinn áfellisdóm eftir 3-0 tap fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins og margir tóku sig til og afskrifuðu karakter liðsins. „Fólk gleymir því stundum að til þess að komast alla leið í úrslitaleik á Englandi þá þarftu andlegan styrk og sterkan haus. Við töpuðum þessum úrslitaleik á móti liði sem er með yfirburði í enska fótboltanum eins og er. Við verðum að sætta okkur við það en það þýðir ekki að liðið hafi ekki öflugan liðsanda,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira