Enn um Kristmann og Thor Óttar Guðmundsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður og fyrrum yfirlesari Forlagsins, skrifaði fallega lofgrein um föður sinn í Fréttablaðið þ. 7. marz sl. Tilefnið voru bakþankar mínir um viðureign Kristmanns Guðmundssonar við hinn vinstrisinnaða listaheim á sjöunda áratug liðinnar aldar. Mér þykir vænt um að hafa aðstoðað Guðmund Andra við að halda nafni föður síns á lofti og er reyndar sammála flestu sem þingmaðurinn segir. Thor Vilhjálmsson var gáfaður maður og ágætur rithöfundur. Guðmundur Andri misskilur reyndar margt og rangtúlkar annað en það gerir ekkert til. Mér finnst full ástæða til að rifja upp grein Thors sem var tilefni málaferlanna. Þar stendur m.a.: „Það er óafmáanleg svívirðing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslenzkrar menningar að láta mann einsog Kristmann Guðmundsson hafa hæstu listamannalaun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið, á hverjum einasta raunverulegum listamanni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina.“ Þetta er dapurlegur texti þar sem lítið fer fyrir einhverri orðkynngi. Framhaldið er í sama stíl þar sem hann ræðst gegn Bjarna Benediktssyni sem hann kallar „lítinn voldugan mann“ og segir Kristmann vera „rógsendil“ hans. Það er erfitt að túlka slíka grein sem nokkuð annað en pólitískan skæting eða skítkast. Hún kastar þó engri rýrð á önnur verk Thors eða manninn sjálfan. Ég er enn þeirrar skoðunar að tími hafi verið kominn til að gera málinu hlutlæg skil og fagna bók Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur, um efnið. Þó Thor telji Kristmanni allt til foráttu hafði hann þó ákveðna kosti eins og kemur fram í frægri vísu eftir Jóhannes úr Kötlum: Lít ég einn sem list kann löngum hafa þær kysst hann Kristmann. Kristmann svaraði reyndar að bragði: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum.Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður og fyrrum yfirlesari Forlagsins, skrifaði fallega lofgrein um föður sinn í Fréttablaðið þ. 7. marz sl. Tilefnið voru bakþankar mínir um viðureign Kristmanns Guðmundssonar við hinn vinstrisinnaða listaheim á sjöunda áratug liðinnar aldar. Mér þykir vænt um að hafa aðstoðað Guðmund Andra við að halda nafni föður síns á lofti og er reyndar sammála flestu sem þingmaðurinn segir. Thor Vilhjálmsson var gáfaður maður og ágætur rithöfundur. Guðmundur Andri misskilur reyndar margt og rangtúlkar annað en það gerir ekkert til. Mér finnst full ástæða til að rifja upp grein Thors sem var tilefni málaferlanna. Þar stendur m.a.: „Það er óafmáanleg svívirðing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslenzkrar menningar að láta mann einsog Kristmann Guðmundsson hafa hæstu listamannalaun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið, á hverjum einasta raunverulegum listamanni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina.“ Þetta er dapurlegur texti þar sem lítið fer fyrir einhverri orðkynngi. Framhaldið er í sama stíl þar sem hann ræðst gegn Bjarna Benediktssyni sem hann kallar „lítinn voldugan mann“ og segir Kristmann vera „rógsendil“ hans. Það er erfitt að túlka slíka grein sem nokkuð annað en pólitískan skæting eða skítkast. Hún kastar þó engri rýrð á önnur verk Thors eða manninn sjálfan. Ég er enn þeirrar skoðunar að tími hafi verið kominn til að gera málinu hlutlæg skil og fagna bók Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur, um efnið. Þó Thor telji Kristmanni allt til foráttu hafði hann þó ákveðna kosti eins og kemur fram í frægri vísu eftir Jóhannes úr Kötlum: Lít ég einn sem list kann löngum hafa þær kysst hann Kristmann. Kristmann svaraði reyndar að bragði: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum.Höfundur er geðlæknir.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar