Enn um Kristmann og Thor Óttar Guðmundsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður og fyrrum yfirlesari Forlagsins, skrifaði fallega lofgrein um föður sinn í Fréttablaðið þ. 7. marz sl. Tilefnið voru bakþankar mínir um viðureign Kristmanns Guðmundssonar við hinn vinstrisinnaða listaheim á sjöunda áratug liðinnar aldar. Mér þykir vænt um að hafa aðstoðað Guðmund Andra við að halda nafni föður síns á lofti og er reyndar sammála flestu sem þingmaðurinn segir. Thor Vilhjálmsson var gáfaður maður og ágætur rithöfundur. Guðmundur Andri misskilur reyndar margt og rangtúlkar annað en það gerir ekkert til. Mér finnst full ástæða til að rifja upp grein Thors sem var tilefni málaferlanna. Þar stendur m.a.: „Það er óafmáanleg svívirðing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslenzkrar menningar að láta mann einsog Kristmann Guðmundsson hafa hæstu listamannalaun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið, á hverjum einasta raunverulegum listamanni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina.“ Þetta er dapurlegur texti þar sem lítið fer fyrir einhverri orðkynngi. Framhaldið er í sama stíl þar sem hann ræðst gegn Bjarna Benediktssyni sem hann kallar „lítinn voldugan mann“ og segir Kristmann vera „rógsendil“ hans. Það er erfitt að túlka slíka grein sem nokkuð annað en pólitískan skæting eða skítkast. Hún kastar þó engri rýrð á önnur verk Thors eða manninn sjálfan. Ég er enn þeirrar skoðunar að tími hafi verið kominn til að gera málinu hlutlæg skil og fagna bók Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur, um efnið. Þó Thor telji Kristmanni allt til foráttu hafði hann þó ákveðna kosti eins og kemur fram í frægri vísu eftir Jóhannes úr Kötlum: Lít ég einn sem list kann löngum hafa þær kysst hann Kristmann. Kristmann svaraði reyndar að bragði: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum.Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður og fyrrum yfirlesari Forlagsins, skrifaði fallega lofgrein um föður sinn í Fréttablaðið þ. 7. marz sl. Tilefnið voru bakþankar mínir um viðureign Kristmanns Guðmundssonar við hinn vinstrisinnaða listaheim á sjöunda áratug liðinnar aldar. Mér þykir vænt um að hafa aðstoðað Guðmund Andra við að halda nafni föður síns á lofti og er reyndar sammála flestu sem þingmaðurinn segir. Thor Vilhjálmsson var gáfaður maður og ágætur rithöfundur. Guðmundur Andri misskilur reyndar margt og rangtúlkar annað en það gerir ekkert til. Mér finnst full ástæða til að rifja upp grein Thors sem var tilefni málaferlanna. Þar stendur m.a.: „Það er óafmáanleg svívirðing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslenzkrar menningar að láta mann einsog Kristmann Guðmundsson hafa hæstu listamannalaun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið, á hverjum einasta raunverulegum listamanni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina.“ Þetta er dapurlegur texti þar sem lítið fer fyrir einhverri orðkynngi. Framhaldið er í sama stíl þar sem hann ræðst gegn Bjarna Benediktssyni sem hann kallar „lítinn voldugan mann“ og segir Kristmann vera „rógsendil“ hans. Það er erfitt að túlka slíka grein sem nokkuð annað en pólitískan skæting eða skítkast. Hún kastar þó engri rýrð á önnur verk Thors eða manninn sjálfan. Ég er enn þeirrar skoðunar að tími hafi verið kominn til að gera málinu hlutlæg skil og fagna bók Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur, um efnið. Þó Thor telji Kristmanni allt til foráttu hafði hann þó ákveðna kosti eins og kemur fram í frægri vísu eftir Jóhannes úr Kötlum: Lít ég einn sem list kann löngum hafa þær kysst hann Kristmann. Kristmann svaraði reyndar að bragði: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum.Höfundur er geðlæknir.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar