Flokkur fólksins boðar mikla flugeldasýningu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2018 08:00 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir stöðu margra í samfélaginu miklu verri en ráðamenn haldi fram. Vísir/Anton Brink „Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
„Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira