Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 19:07 Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira