Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 19:00 Menntamálaráðherra hefur boðað alla helstu hagsmunaaðila á sinn fund í næstu viku vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær. Ráðherra segir rauð ljós loga víða í menntakerfinu. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. En hann vitnaði einnig til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar prófessors á sjálfum samræmdi prófunum í íslensku. Þau mældu illa raunverulega þekkingu á íslensku máli, leiddu nemendur í gildrur auk þess sem villur hafi reynst vera í prófinu. „Íslenskunám nemenda grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum,“ sagði Guðmundur Andri. Þingmaðurinn spurði menntamálaráðherra hvað þessi samræmdu próf ættu að mæla og hvort þau hefðu bætt skólastarfið. Í morgun sendi menntamálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem mistökin við próftökuna í gær voru hörmuð. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist hafa fundað með forstjóra Menntamálastofnunar í gær vegna málsins. „Í kjölfarið hef ég ákveðið að boða alla hagsmunaaðila á fund minn næst komandi miðvikudag. Til að fara yfir þessa stöðu og taka ákvörðun um hvað verður gert vegna þessarar stöðu sem er komin upp,“ sagði Lilja. Hagsmunir nemenda verði hafðir að leiðarljósi í því mati. Hins vegar telur Lilja ekki komið að því að ákveða um framtíð samræmdu prófanna almennt sem þurfi að undirbúa vel. „Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við í dag og hvað á ekki við. Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur boðað alla helstu hagsmunaaðila á sinn fund í næstu viku vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær. Ráðherra segir rauð ljós loga víða í menntakerfinu. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. En hann vitnaði einnig til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar prófessors á sjálfum samræmdi prófunum í íslensku. Þau mældu illa raunverulega þekkingu á íslensku máli, leiddu nemendur í gildrur auk þess sem villur hafi reynst vera í prófinu. „Íslenskunám nemenda grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum,“ sagði Guðmundur Andri. Þingmaðurinn spurði menntamálaráðherra hvað þessi samræmdu próf ættu að mæla og hvort þau hefðu bætt skólastarfið. Í morgun sendi menntamálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem mistökin við próftökuna í gær voru hörmuð. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist hafa fundað með forstjóra Menntamálastofnunar í gær vegna málsins. „Í kjölfarið hef ég ákveðið að boða alla hagsmunaaðila á fund minn næst komandi miðvikudag. Til að fara yfir þessa stöðu og taka ákvörðun um hvað verður gert vegna þessarar stöðu sem er komin upp,“ sagði Lilja. Hagsmunir nemenda verði hafðir að leiðarljósi í því mati. Hins vegar telur Lilja ekki komið að því að ákveða um framtíð samræmdu prófanna almennt sem þurfi að undirbúa vel. „Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við í dag og hvað á ekki við. Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33