Mengun frá skógareldum í Norður-Ameríku jafnaðist á við eldgos Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 15:39 Reykurinn frá eldunum í Kaliforníu í desember blöstu við úr geimnum eins og sést á þessari mynd Sentinel-2-gervitunglsins. Litir hafa verið ýktir á myndinni. Vísir/AFP Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari. Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari.
Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32
Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25