Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Sólveig segir að hin róttæka orðræða B-listans höfði vel til fólksins í Eflingu. Hún er boðberi breytinga í verkalýðsbaráttunni. Vísir/Anton „Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42