Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Sólveig segir að hin róttæka orðræða B-listans höfði vel til fólksins í Eflingu. Hún er boðberi breytinga í verkalýðsbaráttunni. Vísir/Anton „Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42