Stelpurnar okkar taplausar í þremur leikjum á móti bestu liðum Evrópu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2018 10:00 Stelpurnar okkar tóku níunda sætið. vísir Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins geta verið sáttir með eigin frammistöðu á Algarve-mótinu sem lauk í gær. Þá vann Ísland Danmörku í vítaspyrnukeppni, 5-4, eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Sanne Troelsgaard-Nielsen kom Dönum yfir á 63. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Hlín Eiríksdóttir metin með skalla eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur. Þetta var fyrsta mark Hlínar í fimmta landsleiknum. Hlín er aðeins 17 ára og er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að skora fyrir íslenskt A-landslið í fótbolta. „Leikurinn var spilaður við mjög erfiðar. Það var grenjandi rigning allan tímann, völlurinn þungur og bauð ekki upp á mikinn fótbolta. Við lögðum upp með að vera sterkar í slagsmálunum og reyna að fara fram völlinn með fáum sendingum,“ sagði Ásmundur Haraldsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann stýrði íslenska liðinu í fjarveru Freys Alexanderssonar. Ísland mætti Danmörku í fyrsta leiknum á mótinu og honum lyktaði með markalausu jafntefli. Sömu úrslit urðu í leik Íslands og Hollands á mánudaginn. Íslenska liðið var því ósigrað í þremur leikjum gegn liðunum sem léku til úrslita á EM á síðasta ári. „Við vorum búnar að mæta þeim áður og vissum nokkurn veginn hvernig þær myndu spila. Stelpurnar leystu það sem við lögðum upp með. Við pressuðum á þær, lokuðum svæðunum inni á miðjunni og sóttum hratt,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið var ógnandi í hornspyrnum og í fyrri hálfleik átti Sara Björk Gunnarsdóttir skalla í stöng. Jöfnunarmarkið kom svo eftir hornspyrnu eins og áður sagði. „Þetta var frábært mark. Hlín stangaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu Hallberu,“ sagði Ásmundur. Hann segir að frammistaða Hlínar sé einn af ljósustu punktunum við Algarve-mótið í ár. „Hún var sultuslök með þetta allt. Hún leggur sig gríðarlega mikið fram og það gerist alltaf eitthvað þegar hún fær boltann. Hún heldur boltanum mjög vel og hefur komið gríðarlega sterk inn. Hún átti skilið að skora þetta mark.“ Að sögn Ásmundar var íslenska liðið ekki búið að undirbúa sig fyrir vítakeppnina. „Við óskuðum eftir spyrnumönnum og stelpurnar stigu fram og kláruðu þetta bara sjálfar,“ sagði Ásmundur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir skoruðu úr spyrnum Íslands og Sonný Lára Þráinsdóttir varði eina spyrnu Dana. Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins geta verið sáttir með eigin frammistöðu á Algarve-mótinu sem lauk í gær. Þá vann Ísland Danmörku í vítaspyrnukeppni, 5-4, eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Sanne Troelsgaard-Nielsen kom Dönum yfir á 63. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Hlín Eiríksdóttir metin með skalla eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur. Þetta var fyrsta mark Hlínar í fimmta landsleiknum. Hlín er aðeins 17 ára og er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að skora fyrir íslenskt A-landslið í fótbolta. „Leikurinn var spilaður við mjög erfiðar. Það var grenjandi rigning allan tímann, völlurinn þungur og bauð ekki upp á mikinn fótbolta. Við lögðum upp með að vera sterkar í slagsmálunum og reyna að fara fram völlinn með fáum sendingum,“ sagði Ásmundur Haraldsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann stýrði íslenska liðinu í fjarveru Freys Alexanderssonar. Ísland mætti Danmörku í fyrsta leiknum á mótinu og honum lyktaði með markalausu jafntefli. Sömu úrslit urðu í leik Íslands og Hollands á mánudaginn. Íslenska liðið var því ósigrað í þremur leikjum gegn liðunum sem léku til úrslita á EM á síðasta ári. „Við vorum búnar að mæta þeim áður og vissum nokkurn veginn hvernig þær myndu spila. Stelpurnar leystu það sem við lögðum upp með. Við pressuðum á þær, lokuðum svæðunum inni á miðjunni og sóttum hratt,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið var ógnandi í hornspyrnum og í fyrri hálfleik átti Sara Björk Gunnarsdóttir skalla í stöng. Jöfnunarmarkið kom svo eftir hornspyrnu eins og áður sagði. „Þetta var frábært mark. Hlín stangaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu Hallberu,“ sagði Ásmundur. Hann segir að frammistaða Hlínar sé einn af ljósustu punktunum við Algarve-mótið í ár. „Hún var sultuslök með þetta allt. Hún leggur sig gríðarlega mikið fram og það gerist alltaf eitthvað þegar hún fær boltann. Hún heldur boltanum mjög vel og hefur komið gríðarlega sterk inn. Hún átti skilið að skora þetta mark.“ Að sögn Ásmundar var íslenska liðið ekki búið að undirbúa sig fyrir vítakeppnina. „Við óskuðum eftir spyrnumönnum og stelpurnar stigu fram og kláruðu þetta bara sjálfar,“ sagði Ásmundur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir skoruðu úr spyrnum Íslands og Sonný Lára Þráinsdóttir varði eina spyrnu Dana.
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Sjá meira