Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 14:42 Tusk virtist ekki vongóður um að markmið ESB og bresku ríkisstjórnarinnar varðandi Brexit væru samrýmanleg. Vísir/AFP Bretland og ríki Evrópusambandsins munu reka í sundur eftir Brexit en sambandið vill ekki reisa veggi. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þegar hann kynnti drög að stefnu ESB fyrir viðræður um samband þess við Breta eftir Brexit. Tusk sagði að ESB vildi „metnaðarfullan og þróaðan“ fríverslunarsamning við Breta með engum tollum á vörur. Á hinn bóginn myndi samkomulag ekki gera viðskipti Breta og aðildarríkjanna auðveldari, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta mun gera þau flóknari og kostnaðarsamari fyrir okkur öll en þau eru í dag. Þetta er eðli Brexit,“ sagði Tusk sem varaði Breta við því að markmið ESB væri ekki að láta Brexit ganga vel. Samkvæmt drögunum sem Tusk kynnti myndu Bretar og ESB halda áfram samvinnu á sviði öryggismála og rannsókna. Tryggt yrði að hömlur yrðu ekki á flugsamgöngum og evrópsk fiskiskip gætu enn sótt á bresk mið. Leiðtogaráðið segist tilbúið að byrja á viðræðum um fríverslunarsamning sem yrði lokið þegar Bretar ganga formlega úr sambandinu í mars á næsta ári. Tusk útilokaði hins vegar að Bretar gætu sérvalið aðild að tilteknum hlutum innri markaðar ESB. „Slíkur samningur getur ekki boðið upp á sömu kosti og aðild og hann getur ekki jafnast á við þátttöku í innri markaðinum eða hluta hans,“ segir í stefnulýsingu leiðtogaráðsins. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Bretland og ríki Evrópusambandsins munu reka í sundur eftir Brexit en sambandið vill ekki reisa veggi. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þegar hann kynnti drög að stefnu ESB fyrir viðræður um samband þess við Breta eftir Brexit. Tusk sagði að ESB vildi „metnaðarfullan og þróaðan“ fríverslunarsamning við Breta með engum tollum á vörur. Á hinn bóginn myndi samkomulag ekki gera viðskipti Breta og aðildarríkjanna auðveldari, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta mun gera þau flóknari og kostnaðarsamari fyrir okkur öll en þau eru í dag. Þetta er eðli Brexit,“ sagði Tusk sem varaði Breta við því að markmið ESB væri ekki að láta Brexit ganga vel. Samkvæmt drögunum sem Tusk kynnti myndu Bretar og ESB halda áfram samvinnu á sviði öryggismála og rannsókna. Tryggt yrði að hömlur yrðu ekki á flugsamgöngum og evrópsk fiskiskip gætu enn sótt á bresk mið. Leiðtogaráðið segist tilbúið að byrja á viðræðum um fríverslunarsamning sem yrði lokið þegar Bretar ganga formlega úr sambandinu í mars á næsta ári. Tusk útilokaði hins vegar að Bretar gætu sérvalið aðild að tilteknum hlutum innri markaðar ESB. „Slíkur samningur getur ekki boðið upp á sömu kosti og aðild og hann getur ekki jafnast á við þátttöku í innri markaðinum eða hluta hans,“ segir í stefnulýsingu leiðtogaráðsins.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55
Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44
Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00