Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Birgir Olgeirsson, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. mars 2018 09:05 Frá vettvangi á Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Búið er að loka Ægisíðu við gatnamót Hofsvallagötu. Vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira