Stóra leyndarmál Rússa á ÓL 2018 er nú komið fram í dagsljósið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Rússarnir Evgenia Medvedeva og Alina Zagitova með verðlaun sín og með nú "fræga“ trefilinn um hálsinn. Vísir/Getty Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira