Ronaldo jafnaði met og er að stinga Messi af í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 09:30 Markahrókur mikill. vísir/getty Cristiano Ronaldo skoraði annað tveggja marka Real Madrid á Prinsavöllum í París í gærkvöldi þegar að liðið vann Paris Saint-Germain, 2-1, og komst tiltölulega þægilega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Evrópumeistarar síðustu tveggja ára unnu fyrri leikinn, 3-1, og einvígið samanlagt, 5-2, en með markinu sem Ronaldo skoraði jafnaði hann fimmtán ára gamalt met hollenska markahróksins Ruuds van Nistelrooy, fyrrverandi leikmanns Manchester United. Ronaldo var nefnilega að skora í tólfta Meistaradeildarleiknum í röð, en hann er nú búinn að skora í hverjum einasta leik síðan að hann skoraði í undanúrslitunum gegn Juventus á síðasta ári.Portúgalinn gerði meira að segja enn betur en Nistelrooy og er búinn að skora fjórtán mörk í þessum tólf leikjum en Hollendingurinn skoraði tólf mörk í jafnmörgum leikjum þegar að hann setti metið árið 2003. Markaskor Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni er hreint með ólíkindum en hann hefur nú skorað 117 mörk í þessari sterkustu deild heims, þar af 102 í 96 leikjum fyrir Real Madrid. Hann er búinn að skora 19 mörkum meira en Lionel Messi í Meistaradeildinni, en það eru mörkin í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar sem gera hann líklega að besta leikmanni hennar frá upphafi. Ronaldo er nefnilega búinn að skora 57 mörk í útsláttarkeppninni en Lionel Messi aðeins 38. Næsti maður er svo Thomas Müller með 21 mark í útsláttarkeppninni.Cristiano Ronaldo's #UCL record at Real Madrid = pic.twitter.com/1NnIOfz1Xk— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 6, 2018 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni Rauði herinn fór auðveldlega í gegnum Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. mars 2018 08:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði annað tveggja marka Real Madrid á Prinsavöllum í París í gærkvöldi þegar að liðið vann Paris Saint-Germain, 2-1, og komst tiltölulega þægilega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Evrópumeistarar síðustu tveggja ára unnu fyrri leikinn, 3-1, og einvígið samanlagt, 5-2, en með markinu sem Ronaldo skoraði jafnaði hann fimmtán ára gamalt met hollenska markahróksins Ruuds van Nistelrooy, fyrrverandi leikmanns Manchester United. Ronaldo var nefnilega að skora í tólfta Meistaradeildarleiknum í röð, en hann er nú búinn að skora í hverjum einasta leik síðan að hann skoraði í undanúrslitunum gegn Juventus á síðasta ári.Portúgalinn gerði meira að segja enn betur en Nistelrooy og er búinn að skora fjórtán mörk í þessum tólf leikjum en Hollendingurinn skoraði tólf mörk í jafnmörgum leikjum þegar að hann setti metið árið 2003. Markaskor Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni er hreint með ólíkindum en hann hefur nú skorað 117 mörk í þessari sterkustu deild heims, þar af 102 í 96 leikjum fyrir Real Madrid. Hann er búinn að skora 19 mörkum meira en Lionel Messi í Meistaradeildinni, en það eru mörkin í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar sem gera hann líklega að besta leikmanni hennar frá upphafi. Ronaldo er nefnilega búinn að skora 57 mörk í útsláttarkeppninni en Lionel Messi aðeins 38. Næsti maður er svo Thomas Müller með 21 mark í útsláttarkeppninni.Cristiano Ronaldo's #UCL record at Real Madrid = pic.twitter.com/1NnIOfz1Xk— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 6, 2018
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni Rauði herinn fór auðveldlega í gegnum Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. mars 2018 08:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni Rauði herinn fór auðveldlega í gegnum Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. mars 2018 08:00