Rússland gæti fengið lífstíðarbann frá frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 06:00 Hástökkvarinn Mariya Lasitskene frá Rússlandi vann gull í hástökki í Birmingham á dögunum sem "hlutlaus íþróttamaður“ Vísir/Getty Ef Rússar mæta ekki kröfum alþjóða lyfjaeftirlitsins munu þeir aldrei aftur fá að keppa á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. BBC greinir frá. Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, bannaði þátttöku Rússa á mótum þess í nóvember 2015 eftir að upp komst um ríkisskipulagða misnotkun á ólöglegum efnum. Alþjóða lyfjaeftirlitið, WADA, setti Rússum kröfur um breytingar sem þeir áttu að hafa mætt í nóvember 2017. IAAF segir þó enn að það séu nokkrar kröfur sem enn hefur ekki verið gengið í. „Þar sem Rússar hafa enn ekki viðurkennt ríkisstudda misnotkun, þrátt fyrir að hún hafi verið sönnuð, þá getum við ekki verið viss um að þetta muni ekki endurtaka sig,“ sagði Rune Andersen, formaður nefndar IAAF sem hefur fylgst með málum Rússa. Nefndin lagði til að banni Rússa yrði ekki aflétt og stjórn IAAF samþykkti þá tillögu. Þá fá Rússar ekki að keppa undir merkjum óháðs fána, eins og þeir gerðu á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang, og liggur fyrir tillaga um að fjarlæga rússneska frjálsíþróttasambandið úr röðum IAAF. Rússar fengu ekki að taka þátt í PyeongChang en 168 íþróttamenn kepptu undir merkjum hlutlauss fána eftir að þeir sönnuðu sakleysi sitt í þessum efnum. Eftir leikana ákvað alþjóðaólympíunefndin að aflétta banni Rússa frá Ólympíuleikum. Tveir rússneskir hástökkvarar unnu gull undir hlutlausum fána á heimsmeistaramótinu innanhúss sem fram fór í Birmingham á dögunum. Frjálsar íþróttir Lyfjamisferli Rússa Rússland Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Ef Rússar mæta ekki kröfum alþjóða lyfjaeftirlitsins munu þeir aldrei aftur fá að keppa á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. BBC greinir frá. Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, bannaði þátttöku Rússa á mótum þess í nóvember 2015 eftir að upp komst um ríkisskipulagða misnotkun á ólöglegum efnum. Alþjóða lyfjaeftirlitið, WADA, setti Rússum kröfur um breytingar sem þeir áttu að hafa mætt í nóvember 2017. IAAF segir þó enn að það séu nokkrar kröfur sem enn hefur ekki verið gengið í. „Þar sem Rússar hafa enn ekki viðurkennt ríkisstudda misnotkun, þrátt fyrir að hún hafi verið sönnuð, þá getum við ekki verið viss um að þetta muni ekki endurtaka sig,“ sagði Rune Andersen, formaður nefndar IAAF sem hefur fylgst með málum Rússa. Nefndin lagði til að banni Rússa yrði ekki aflétt og stjórn IAAF samþykkti þá tillögu. Þá fá Rússar ekki að keppa undir merkjum óháðs fána, eins og þeir gerðu á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang, og liggur fyrir tillaga um að fjarlæga rússneska frjálsíþróttasambandið úr röðum IAAF. Rússar fengu ekki að taka þátt í PyeongChang en 168 íþróttamenn kepptu undir merkjum hlutlauss fána eftir að þeir sönnuðu sakleysi sitt í þessum efnum. Eftir leikana ákvað alþjóðaólympíunefndin að aflétta banni Rússa frá Ólympíuleikum. Tveir rússneskir hástökkvarar unnu gull undir hlutlausum fána á heimsmeistaramótinu innanhúss sem fram fór í Birmingham á dögunum.
Frjálsar íþróttir Lyfjamisferli Rússa Rússland Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira