Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 6. mars 2018 14:50 Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum í Sýrlandi. Vísir/EPA Utanríkisráðuneytið kannar orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Upplýsingar um andlát Íslendingsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er Íslendingurinn sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi 24. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldumeðlimir mannsins heyrðu sömuleiðis af andláti mannsins í dag og þá í gegnum samfélagsmiðla. Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda og á hann að hafa gengið til liðs við þá sumarið 2017. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Njóta Tyrkir liðsinnis uppreisnarmanna í héraðinu en YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum og notið liðsinnis vopnaðra sveita Sýrlandsstjórnar. Fjöldi vesturlandabúa hefur gengið til liðs við Kúrda í Sýrlandi. Vitað er um menn frá Frakklandi, Bretlandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Samkvæmt umfjöllun France24 byrjuðu erlendir menn að ganga til liðs við YPG árið 2013. Greinendur telja að um 100 til 400 Vesturlandabúar berjist með YPG. YPG hefur barist gegn Íslamska ríkinu gegn Sýrlandi og mun Íslendingurinn sem sagður er hafa fallið einnig hafa tekið þátt í orrustunni um Raqqa, sem var nokkurs konar höfuðborg ISIS.Liðþjálfi hjá YPG Samkvæmt orðrómunum sem um ræðir mun Íslendingurinn hafa verið liðþjálfi og tveir félagar hans hafi fallið með honum í stórskotaárás á víglínu í norðvesturhluta Afrinhéraðs. Á Facebooksíðu herdeildar erlendra meðlima YPG segir að Íslendingurinn hafi reynt að ganga til liðs við YPG þegar baráttan um Manbij stóð yfir. Það hafi hins vegar ekki gengið upp og að hann hafi gengið til liðs við samtökin seinna og þá í gegnum samtök anarkista sem að mestu innihalda Grikkja. Herdeildin segir hann hafa öðlast virðingu félagar sinna í orrustunni um Raqqa. Þegar sókn Tyrkja í Afrinhérað hófst lýsti Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því yfir að aðgerðir hersins myndu einungis taka nokkra daga. Sókn Tyrkja hefur þó ekki gengið vel. Nú eru um tveir mánuðir liðnir og hafa YPG látið eftir hægt og rólega. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, eða SDF, lýstu því yfir í dag að dregið yrði úr aðgerðum gegn leifum Íslamska ríkisins við landamæri Sýrlands og Írak, þar sem fjöldi sýrlenskra Kúrda væri á leið til Afrinhéraðs.Fréttin var síðast uppfærð 16:40. Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Upplýsingar um andlát Íslendingsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er Íslendingurinn sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi 24. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldumeðlimir mannsins heyrðu sömuleiðis af andláti mannsins í dag og þá í gegnum samfélagsmiðla. Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda og á hann að hafa gengið til liðs við þá sumarið 2017. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Njóta Tyrkir liðsinnis uppreisnarmanna í héraðinu en YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum og notið liðsinnis vopnaðra sveita Sýrlandsstjórnar. Fjöldi vesturlandabúa hefur gengið til liðs við Kúrda í Sýrlandi. Vitað er um menn frá Frakklandi, Bretlandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Samkvæmt umfjöllun France24 byrjuðu erlendir menn að ganga til liðs við YPG árið 2013. Greinendur telja að um 100 til 400 Vesturlandabúar berjist með YPG. YPG hefur barist gegn Íslamska ríkinu gegn Sýrlandi og mun Íslendingurinn sem sagður er hafa fallið einnig hafa tekið þátt í orrustunni um Raqqa, sem var nokkurs konar höfuðborg ISIS.Liðþjálfi hjá YPG Samkvæmt orðrómunum sem um ræðir mun Íslendingurinn hafa verið liðþjálfi og tveir félagar hans hafi fallið með honum í stórskotaárás á víglínu í norðvesturhluta Afrinhéraðs. Á Facebooksíðu herdeildar erlendra meðlima YPG segir að Íslendingurinn hafi reynt að ganga til liðs við YPG þegar baráttan um Manbij stóð yfir. Það hafi hins vegar ekki gengið upp og að hann hafi gengið til liðs við samtökin seinna og þá í gegnum samtök anarkista sem að mestu innihalda Grikkja. Herdeildin segir hann hafa öðlast virðingu félagar sinna í orrustunni um Raqqa. Þegar sókn Tyrkja í Afrinhérað hófst lýsti Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því yfir að aðgerðir hersins myndu einungis taka nokkra daga. Sókn Tyrkja hefur þó ekki gengið vel. Nú eru um tveir mánuðir liðnir og hafa YPG látið eftir hægt og rólega. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, eða SDF, lýstu því yfir í dag að dregið yrði úr aðgerðum gegn leifum Íslamska ríkisins við landamæri Sýrlands og Írak, þar sem fjöldi sýrlenskra Kúrda væri á leið til Afrinhéraðs.Fréttin var síðast uppfærð 16:40.
Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17
Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00