Nítján ára Bliki hafði góð tök á bestu fótboltakonu heims Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. mars 2018 08:30 Mynd sem er lýsandi fyrir leikinn en íslensku stelpurnar börðust um hvern einasta bolta. vísir/getty Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó