Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2018 23:15 Friðþór Eydal var blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi í gamla daga, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli með fjölskyldum sínum, og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”, sem fjallaði um Varnarstöðina. Áætlað hefur verið að yfir tvöhundruðþúsund Bandaríkjamenn, hermenn og fjölskyldur þeirra, hafi dvalið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma meðan hér var staðsettur bandarískur her.Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari rekur nú Menu-veitingar í gamla Offisera-klúbbnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í gamla Offiseraklúbbnum er nú íslenskur veitingastaður, og þar birtast stundum gamlir gestir: „Eldri menn sem hafa verið hér staðsettir, bandarískir hermenn, hafa komið hér mikið til að kíkja á okkur. Og vildu fá að fara aftur inn í klúbbinn svona til þess að sjá þetta aftur,” sagði Ásbjörn Pálsson, framkvæmdastjóri Menu-veitinga. Blokk, sem áður hýsti sveit landgönguliða, er nú Base-hótel og þangað koma stundum fyrrverandi hermenn. „Ég fékk einu sinni einn, sem var meira að segja í herbergi 309, sem við erum með hérna á þriðju hæðinni. Og hann bað um að fá að kíkja á það. Mér fannst það alveg æðislegt. Hann man og sagði mér allskonar sögur frá þessum tíma,” sagði Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels. Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels, segir frá fyrrverandi hermanni sem bað um að fá að skoða gamla herbergið sitt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þarna dvöldust líka börn hermanna, sem núna koma til að rifja upp tímann á Íslandi. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, sem er til húsa í fyrrum unglingaskóla Varnarliðsins, segir að í fyrra hafi komið bandarísk kona ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún hafi fengið að skoða skólann og fundið gamla skápinn sinn, sem hún sýndi börnum sínum stolt: „Here was mammy's locker.” Fyrrverandi nemendur halda hópinn í gegnum Facebook-síðu, sem Keilismenn fóðra á ljósmyndum, en Hjálmar segir að þeir hugsi mjög hlýtt til Íslands.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, við nemendaskápa gamla unglingaskóla Varnarliðsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og það er gaman að sjá athugasemdir þeirra: „Best year of my life.” Þetta voru náttúrlega unglingar, - og eins og við vitum, - unglingsárin geta verið mjög skemmtileg. Og það eru mjög hlýjar tilfinningar sem þessi hópur ber til Íslendinga,” sagði Hjálmar. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi, var leiðsögumaður um svæðið í þættinum „Um land allt”. Friðþór rifjaði meðal annars upp sögu frá þeim tíma þegar flugvélar komust ekki yfir Atlantshafið án millilendingar, áður en þotuöldin gekk í garð. Þá rákust menn stundum á fræga gesti í flugstöðinni. Þannig hafi Vestfirðingur einn, sem vann á Vellinum, séð mann sem hann kannaðist eitthvað við og hélt að væri að vestan. Þar var þá kominn kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi í gamla daga, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli með fjölskyldum sínum, og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”, sem fjallaði um Varnarstöðina. Áætlað hefur verið að yfir tvöhundruðþúsund Bandaríkjamenn, hermenn og fjölskyldur þeirra, hafi dvalið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma meðan hér var staðsettur bandarískur her.Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari rekur nú Menu-veitingar í gamla Offisera-klúbbnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í gamla Offiseraklúbbnum er nú íslenskur veitingastaður, og þar birtast stundum gamlir gestir: „Eldri menn sem hafa verið hér staðsettir, bandarískir hermenn, hafa komið hér mikið til að kíkja á okkur. Og vildu fá að fara aftur inn í klúbbinn svona til þess að sjá þetta aftur,” sagði Ásbjörn Pálsson, framkvæmdastjóri Menu-veitinga. Blokk, sem áður hýsti sveit landgönguliða, er nú Base-hótel og þangað koma stundum fyrrverandi hermenn. „Ég fékk einu sinni einn, sem var meira að segja í herbergi 309, sem við erum með hérna á þriðju hæðinni. Og hann bað um að fá að kíkja á það. Mér fannst það alveg æðislegt. Hann man og sagði mér allskonar sögur frá þessum tíma,” sagði Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels. Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels, segir frá fyrrverandi hermanni sem bað um að fá að skoða gamla herbergið sitt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þarna dvöldust líka börn hermanna, sem núna koma til að rifja upp tímann á Íslandi. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, sem er til húsa í fyrrum unglingaskóla Varnarliðsins, segir að í fyrra hafi komið bandarísk kona ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún hafi fengið að skoða skólann og fundið gamla skápinn sinn, sem hún sýndi börnum sínum stolt: „Here was mammy's locker.” Fyrrverandi nemendur halda hópinn í gegnum Facebook-síðu, sem Keilismenn fóðra á ljósmyndum, en Hjálmar segir að þeir hugsi mjög hlýtt til Íslands.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, við nemendaskápa gamla unglingaskóla Varnarliðsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og það er gaman að sjá athugasemdir þeirra: „Best year of my life.” Þetta voru náttúrlega unglingar, - og eins og við vitum, - unglingsárin geta verið mjög skemmtileg. Og það eru mjög hlýjar tilfinningar sem þessi hópur ber til Íslendinga,” sagði Hjálmar. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi, var leiðsögumaður um svæðið í þættinum „Um land allt”. Friðþór rifjaði meðal annars upp sögu frá þeim tíma þegar flugvélar komust ekki yfir Atlantshafið án millilendingar, áður en þotuöldin gekk í garð. Þá rákust menn stundum á fræga gesti í flugstöðinni. Þannig hafi Vestfirðingur einn, sem vann á Vellinum, séð mann sem hann kannaðist eitthvað við og hélt að væri að vestan. Þar var þá kominn kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent